NĆR 103

Næringarfræði

 

Undanfari: Enginn

 

Markmið

Að nemendur:

  • öðlist þekkingu í grundvallaratriðum næringarfræði mannsins

  • læri að draga sjálfstæðar ályktanir um mataræði og neysluvenjur um hvað sé hollt og óhollt

  • skilji áhrif næringar og líkamsþjálfunar á heilsu

  • geti að loknu námskeiðinu nýtt sér manneldismarkmið fyrir Íslendinga til haga neyslu sinni á ábyrgan hátt sér og sínum til hagsbóta

Námslýsing:

Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur öðlist þekkingu á grundvallaratriðum næringarfræðinnar og samspili næringar, heilsu og líkamsþjálfunar. Fjallað er um næringarþörf mannsins, næringargildi og samsetningu helstu matvara. Farið verður í uppbyggingu og samsetningu próteina, fitu og kolvetna. Fjallað verður um vatn, vítamín og steinefni og gerð grein fyrir gildi þessara efna í fæðunni. Matseðlar metnir og samdir og reiknað næringargildi út frá töflum. Fjallað er um áhrif matreiðsluaðferða á næringargildi. Ýmsir næringartengdir sjúkdómar ræddir.

Atburđir
« Maí »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nćstu atburđir

Vefumsjón