STĆ 103

Jöfnur, rúmfræði og hlutföll

 

Undanfari: Enginn

 

Markmið

Að nemendur:

  • geti sett upp og leyst verkefni sem fela í sér jöfnur og formúlur
  • geti beitt fjölbreyttum vinnubrögðum við lausn stærðfræðilegra verkefna
  • nái tökum á hlutfallshugtakinu
  • öðlist færni í röksemdafærslu
  • þekki helstu reglur um einslögun, hlutföll og hornaföll í rétthyrndum þríhyrningi
  • þekki undirstöðuhugtök hnitarúmfræði í sléttum fleti

Námslýsing

Lagður er grunnur að vinnubrögðum í stærðfræði, nákvæmni í framsetningu, röksemdafærslum og lausnum verkefna og þrauta. Meginviðfangsefnin eru á sviði rúmfræði en jafnframt er farið í jöfnur, hnitakerfið og jöfnu beinnar línu. Áhersla er lögð á að varpa ljósi á hlutfallshugtakið frá mörgum hliðum. Helstu efnisatriði eru: Lausnir jafna, óuppsettar jöfnur. Lausnir verkefna og þrauta. Reikniformúlur. Talnahlutföll, skiptireikningur, prósentur, vextir. Frumsendur og óskilgreind hugtök. Frumhugtök rúmfræðinnar. Línur og horn í þríhyrningi og hornasumma þríhyrnings. Einshyrndir þríhyrningar. Pýþagórasarregla. Hornaföll í rétthyrndum þríhyrningi. Flatarmál og rúmmál. Umritaður og innritaður hringur þríhyrnings. Rétthyrnt hnitakerfi í sléttum fleti og jafna beinnar línu.

 

Athugasemd

Kjarni á öllum brautum


Atburđir
« Maí »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nćstu atburđir

Vefumsjón