Bók í mannhafið

Við anddyri skólans er að finna kassa með ýmsum bókum sem  nemendum er frjálst að taka og lesa.

Það má skila bókinni aftur í kassann eða koma henni áfram á næsta mann.  Á næstu vikum munu bókakassar verða settir upp á fleiri stöðum innan skólans.


Hugmyndin er fengið frá Háskólanum á Akureyri sem í tilefni alþjóðadags læsis  ( 8. september) hefur komið bókakössum víðs vegar um Akureyri sem í eru bækur, sem fólk á öllum aldri getur tekið heim með sér.  Að lestri loknum er bókinni komið fyrir í sambærilegum bókakassa eða á stað sem er aðgengilegur öðrum.  Hver bók er merkt með límmiða þar sem á stendur Bók í mannhafið.

 

Þessa stórsniðugu hugmund má síðan rekja til fram taksins bookcrossing ( www.bookcrossing.com) þar sem m.a. er hægt að fylgjast með ferðalagi hverrar bókar um heiminn.

 

Bókavörður MÍ

 

 

 

 

Atburðir
« Maí »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Næstu atburðir

Vefumsjón