Dagur gegn einelti

8 nóv 2016

Dagur gegn einelti

Áttundi nóvember er ár hvert helgaður baráttunni gegn einelti í samfélaginu. Allt of mörgum líður illa vegna eineltis og staðreyndin er sú að einelti getur eyðilagt líf og tekið líf. Því miður þá þrífst einelti alls staðar þar sem það er látið afskiptalaust. Það er þjóðfélagsmein og það er samfélagsskylda okkar að stuðla að því að uppræta það. Ef við verðum vör við einelti, leggjum þá okkar framlag á vogarskálarnar, grípum inn í og gerum okkar besta til að beina málinu í réttan farveg. Eitt mikilvægasta vopnið í baráttunni gegn einelti er að samþykkja ekki þöggun. Í MÍ á einelti ekki að líðast og hægt er að fræðast um viðbragðsáætun skólans ef grunur vaknar um einelti, með því að smella á Viðbrögð við einelti hér á heimasíðunni. Þar er einnig að finna rafrænt eyðublað þar sem hægt er að tilkynna einelti eða grun um einelti. 

Við hvetum alla til að undirrita sáttmála gegn einelti sem finna má á vefsíðu fagráðs eineltismála í grunnskólum  gegneinelti.is

Til baka