Dimission í dag

4 maí 2018

Dimission í dag

1 af 2

Væntanlega hafa margir bæjarbúar vaknað snemma í morgun við lúðrablástur útskriftarefna ársins 2018. Dimission er í gangi! Orðið dimmision er leitt af latneskri sögn sem merkir að senda burt, dimmision er þannig brottfararsiður og markar lok náms í framhaldsskóla. Nú taka við nýir tímar og því fagna útskriftarefnin í dag.

Dimission-hópurinn í ár er óvenju fjölmennur enda munu í vor útskrifast tveir árgangar frá MÍ vegna breytinga á námskrá framhaldsskóla og styttingu náms til stúdentsprófs. Nemendur sem útskrifast í vor samkvæmt eldri námskrá klæddu sig upp eldsnemma í morgun sem kötturinn Garfield og nemendur sem útskrifast samkvæmt nýju námskránni leituðu í smiðju Frosen-myndarinnar og klæddu sig upp sem snjókarlinn Ólafur. Hópurinn gekk fylktu liði um bæinn eldsnemma í morgun og vakti starfsmenn skólans. Að því loknu hélt hópurinn í morgunverð til skólameistara og síðan tók við kveðjustund í skólanum áður en haldið var í bílferð um bæinn. Eftir hádegi tekur við skemmtilegur ratleikur og gleðinni lýkur síðan á lokaballi NMÍ í Krúsinni í kvöld.

Við óskum öllum sem eru að dimmitera góðrar skemmtunar í dag og vonum að dagurinn verði þeim eftirminnilegur.

Til baka