Heilsuefling í mötuneyti

8 feb 2012

Heilsuefling í mötuneyti

Menntaskólinn á Ísafirði er heilsueflandi framhaldsskóli

Í vetur er áherslan lögð á næringu og þar skipar mötuneyti skólans að sjálfsögðu stóran sess.  Fjölbreyttur matseðill er í mötuneytinu alla virka daga en hann er hægt að skoða hér á síðunni.  Ýmsar nýjungar hafa litið dagsins ljós:

 

  • Við bjóðum upp á  ókeypis hafragraut í mötuneyti skólans kl. 7:50-9:10
  • Hægt er að kaupa boost í mötuneytinu sem þarf að panta og greiða daginn áður eða í síðasta lagi kl. 8 samdægurs. Fólk skilur eftir merkt plastmál þegar pöntun er gerð.  Boostið er afhent í mötuneyti kl. 10 á morgnana. Hægt er að kaupa 10 skammta 2500 kr.  Einnig er hægt að kaupa stakan skammt á 300 kr
  • Sallatbar í hádeginu alla virka daga
  • Vatnsbrunnur á neðri hæð fyrir nemendur
Velkomin í mötuneyti MÍ!

 

Til baka