Heimsókn frá Frakklandi

10 okt 2012

Heimsókn frá Frakklandi

Nú stendur yfir heimsókn frá samstarfsskóla MÍ í bænum Les Sables-d´Olonne á vesturströnd Frakklands. Skólinn heitir Lycée Sainte Marie du Port og er þetta í fimmta sinn sem við fáum nemendur og kennara frá skólanum til viku dvalar hjá okkur. Gestirnir dvelja flestir heima hjá nemendum í MÍ og stefnt er að því að nemendur frá okkur fari til Frakklands á komandi vorönn. Eins og áður er það Hrafnhildur Hafberg frönskukennari sem hefur veg og vanda af móttöku Frakkanna en dagskrá þeirra er þéttskipuð þessa daga sem þeir dveljast á Ísafirði.

Til baka