Japanskur sendiráðunautur í heimsókn

17 nóv 2015

Japanskur sendiráðunautur í heimsókn

Í morgun kom japanskur sendiráðunautur, hr. Tatsukuni Uchida í heimsókn í MÍ í fylgd Birnu Jónasdóttur hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða og fyrrum nemanda MÍ. Hr. Uchida hélt stuttan fyrirlestur um Japan fyrir tvo nemendahópa og skoðaði síðan verknámshúsið. Heimsóknin var skemmtileg og fræðandi en henni lauk á því að hr. Uchida og Birna fengu að gjöf Sögu menntaskólans á Ísafirði til 2008 eftir fyrrum skólameistara MÍ, Björn Teitsson. Á heimasíðu japanska sendiráðsins má finna ýmislegt um styrki til náms í Japan.

Til baka