Kynning á lokaverkefnum 17. maí

11 maí 2018

Kynning á lokaverkefnum 17. maí

Nemendur sem eru að ljúka námi samkvæmt nýrri námskrá á stúdentsbrautum taka allir áfanga sem heitir lokaverkefni. Í þeim áfanga vinna nemendur að stóru verkefni að eigin vali. Í ár er afrakstur lokaverkefnisáfangans einstaklega fjölbreytt efni og áhugavert. Nemendur hafa valið verkefnin af kostgæfni og sýna hvað í þeim býr.

Kynningarnar verða á fimmtudeginum 17. maí 2018. Fjallað verður um íþróttir, búninga og tísku, eðlis- og efnafræði, sögu, hagfræði, dýrafræði,  félagsfræði og heilsu svo af mörgu er að taka. Þessi 27 verkefni samanstanda af 2 rannsóknarskýrslum, 2 myndböndum, 2 heimasíðum, 9 fræðiritgerðum og 12 heimildaritgerðum. Allir eru velkomnir á kynningarnar sem verða í stofu 17, sem er fyrirlestrarsalur Menntaskólans á Ísafirði.

Dagskráin er sem hér segir (með fyrirvara um breytingar):

Kynningar 09:00-09:40
08:00 Asmi á meðal íþróttafólks
08:10 Lyftingar- og matarprógramm
08:20 Íslenskir handboltaþjálfarar
08:30 Geta foreldrar haft áhrif á íþróttaiðkun barna?
08:40 Veganmismi og íþróttamenn
08:50 Íþróttir á Ísafirði
09:00 Ólympíuleikarnir
09:10 Sveindl á Ólympíuleikum, aðallega vetrarleikum
09:20 Þjóðbúningurinn minn
09:30 Tískan
   
Kynningar 10:00-11:30
10:00 Hermitilgátan
10:10  Hvarftími málma
10:20 Takmarkaða afstæðiskenningin
10:30 Lögleg og ólögleg lyf
10:40 Jóhannes Lárus Lynge Jóhannsson
10:50 Útrýmingarbúðir nasista
11:00 Bitcoin og ragfjaldmiðlar
11:10 Snæugla
11:20 Hundar og umhirða þeirra
   
Kynningar 12:30-13:50
12:20 Einhverfa og Asperger-heilkennið
12:40 Rant myndband
12:50 Sjálfsmynd íslenskra stúlkna
13:00 Samfélagsmiðlar og snjallsímar
13:10 Brjóstakrabbamein - allt sem þarf að vita
13:20 Mismunandi kynhneigðir
13:30 Kaffi
13:40 Snjóbretti og skíði

Til baka