Lýðræðisvika í MÍ

10 okt 2016

Lýðræðisvika í MÍ

Þessa dagana stendur yfir lýðræðisvika í flestum framhaldsskólum landsins. Kennarar eru hvattir til að leggja fyrir lýðræðistengd verkefni í tímum, hvetja nemendur til þess að svara spurningum kosningavitans og stuðla að  stjórnmálaumræðu í tímum. Lýðræðisvikan endar á skuggakosningum þann 13. október, en áður en nemendur ganga til atkvæðagreiðslu er mikilvægt að þeir taki upplýsta ákvörðun. Nánar er hægt að fræðast um lýðræðisvikuna og skuggakosningar á síðunni http://egkys.is

Til baka