Ný stjórn NMÍ

20 apr 2015

Ný stjórn NMÍ

Síðastliðinn fimmtudag var haldinn aðalfundur Nemendafélags MÍ. Fyrir fundinn höfðu verið lagðar tillögur að lagabreytingum sem voru samþykktar einróma. Daginn eftir var framboðsfundur og í kjölfarið hófust kosningar í embætti í nemendaráði, sem stóðu til kl. 14.00. Úrslit kosninga voru kynnt á kosningavöku í Edinborgarhúsi um kvöldið. Niðurstöður kosninganna urðu þessar:

Formaður NMÍ - Melkorka Ýr Magnúsdóttir
Gjaldkeri - Sigurður Bjarni Benediktsson
Ritari - Heiðdís Birta Jónsdóttir Thompson
Málfinnur - Veturliði Snær Gylfason
Menningarviti - Hulda Pálmadóttir
Formaður íþróttaráðs - Sverrir Úlfur Ágústsson
Formaður leiklistarfélags - Sigríður Salvarsdóttir

Nýjum fulltrúum í nemendaráði er óskað innilega til hamingju, sem og velfarnaðar í störfum sínum fyrir nemendur MÍ næsta vetur. 
Heildarúrslit kosninganna má sjá hér. Niðurstöður kosninga í nemendaráð MÍ 2015.

Til baka