Setning sólrisuhátíđar og frumsýning

Sólrisuhátiðin verður sett í dag 28. febrúar í 40. sinn. Hátíðin hefst kl 12 með skrúðgöngu og trommuslætti frá skólanum. Komið verður til baka 15-20 mínútum seinna og þá verður hátíðin formlega sett og boðið upp á kökur og djús í gryfjunni. Einnig verður sýnt stutt atriði úr sólrisuleikritinu Hairspray sem frumsýnt verður í Félagsheimilinu í Hnífsdal í kvöld kl. 20. Miðasalan er í fullum gangi og hægt er að panta miða í síma 450-5555 til klukkan 18:00. Eftir kl. eru miðapantanir í síma 7733751. Sýningar verða sem hér segir:

Föstudagurinn 28. febrúar kl 20- frumsýning

Sunnudagur 2. mars kl 15 og kl 20
Þriðjudagur 4. mars kl 20
Fimtudagur 6. mars kl 20

Verð:
12 ára og eldri : 3000 kr
6-11 ára : 2500
NMÍ: 2500
Öryrkjar og eldriborgarar: 2500
5 ára og yngri ókeypis.
Atburđir
« Nóvember »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30    

Nćstu atburđir

Vefumsjón