Skólasetning

11 ágú 2017

Skólasetning

Menntaskólinn á Ísafirði verður settur föstudaginn 18. ágúst kl. 9:00 á sal skólans.

Dagskrá skólasetningardags er sem hér segir:

08:00-09:00
Nemendur geta nálgast stundatöflur og bókalista hjá ritara.

09:00
Skólasetning á sal skólans.

09:30          
Í framhaldi af skólasetningu verður kennd svokölluð hraðstundatafla þar sem nemendur hitta kennara sína í hverju fagi í 10 mínútur.

11:30
Nýnemakynning í stofu 17 (fyrirlestrarsal) þegar hraðtöflunni lýkur.  


Töflubreytingar fara fram fimmtudaginn 17. ágúst milli kl. 15:00-17:00.Nemendur sækja sér númer hjá ritara. Athugið að   nýnemar þurfa ekki að fara í töflubreytingar.

Til baka