Skólaslit 2008

19 jún 2008

Skólaslit 2008

Menntaskólanum á Ísafirði var slitið í 38 sinn við hátíðlega athöfn í Ísafjarðarkirkju laugardaginn 24. maí sl. Útskrifaðir voru 47 nemendur; 3 með 1. stig vélstjórnar, 2 með 2. stig vélstjórnar, 2 sjúkraliðar, 5 húsasmiðir, 7 stálsmiðir, 24 stúdentar, 1 meistari í matreiðslu og 3 meistarar í hársnyrtiiðn. Útskriftarnemarnir Bryndís Guðmundsdóttir og Halldór Sveinsson léku á hljóðfæri, fulltrúar afmælisárganga fluttu ávörp og verðlaun voru veitt fyrir góðan námsárangur. Hæstu einkunn á stúdentsprófi hlaut Gísli Kristjánsson stúdent af náttúrufræðbraut. Hann hlaut 1. ágætiseinkunn 9,29 og fékk peningaverðlaun sem Aldarafmælissjóður Ísafjarðarbæjar gefur.

 

Gísli fékk einnig peningaverðlaun sem Ragnheiður Hákonardóttir og fjölskylda gefa til minningar um Guðbjart Guðbjartsson fyrir framúrskarandi árangur í raungreinum, verðlaun Lífeyrissjóðs Vestfirðinga fyrir hæstu einkunn í viðskiptagreinum og verðlaun Stærðfræðifélagsins fyrir hæstu einkunn í stærðfræði. Arna Rannveig Guðmundsóttir hlaut verðlaun Forlagsins fyrir framúrskarandi námsárangur í íslensku, verðlaun Kanadíska sendiráðsins fyrir hæstu einkunn í frönsku og ensku, verðlaun Glitnis fyrir hæstu einkunn í félagsgreinum og verðlaun Sögufélags Ísfirðinga fyrir hæstu einkunn í sögu. Verðlaun Danska sendirásins fyrir hæstu einkunn í dönsku hlaut Bryndís Guðmundsóttir ásamt verðlaunum Bókhlöðunnar-Pennans fyrir hæstu einkunn í ensku. Verðlaun Gámaþjónustu Vestfjarða fyrir framúrskarandi árangur í náttúrufræði og umhvefismennt hlaut Anna María Guðmundsdóttir. Þröstur Pétursson hlaut verðlaun Þýska sendiráðsins fyrir hæstu einkunn í þýsku og verðlaun Landsbanka Íslands fyrir frábæran námárangur í náttúrufræði. Ragnheiður Karítas Hjálmarsdóttir hlaut verðlaun Menntaskólans fyrir hæstu einkunn í frönsku. Verðlaun Ísfirðingafélagsins í Reykjavík til minningar um Jón Leós sem veitt eru fyrir félagsstörf, góða ástundun og námsárangur hlaut Eggert Orri Hermannsson og verðlaun Sjóvár-Almennra fyrir félagsstörf hlaut Gunnar Jónsson. Einar Birkir Sveinbjörnsson hlaut verðlaun Trésmiðjunnar í Hnífsdal fyrir hæstu einkunn í húsasmíði. Verðlaun 3X-Technology fyrir hæstu einkunn í faggreinum stálsmíði hlaut Trausti Sigurgeirsson og verðlaun Félags járniðnaðarmanna fyrir hæstu einkunn í stálsmíð hlaut Þröstur Þórisson. Verðlaun Orkubús Vestfjarða fyrir frábæran árangur í vélstjórnargreinum hlaut Björn Halldórsson. Guðrún Rósinbergsdóttir hlaut verðlaun Menntaskólans fyrir framúrskarandi árangur í sjúkraliðagreinum. Iðnmeistararnir Sigurlín Guðbjörg Pétursdóttir og Guðlaug Jónsdóttir hlutu verðlaun Menntaskólans fyrir framúrskarandi námsárangur á iðnmeistaraprófi.

Útskriftarnemum er óskað innilega til hamingju með árangurinn og velfarnaðar í framtíðinni.

Til baka