Söngkeppni og sólrisulok

12 mar 2012

Söngkeppni og sólrisulok

Þá er Sólrisuhátíð 2012 lokið og hefðbundið skólastarf hafið að nýju. Eitt af síðust atriðunum á hátíðinni var undankeppnin fyrir söngkeppni framhaldsskólanna sem fer fram í Reykjavík síðar í þessum mánuði. Keppnin fór fram í Félagsheimilinu í Hnífsdal s.l. föstudagskvöld og tóku ekki færri en 15 atriði þátt að þessu sinni. Dómnefndin átti úr vöndu að ráða en þegar úrslitin voru kynnt kom í ljós að Ástrós Þóra Valdsóttir hafði hreppt fyrsta sætið. Hún fer því fyrir hönd NMÍ á lokakeppnina í Reykjavík og fylgja henni hamingjuóskir fyrir frammistöðuna og ósk um gott gengi. Myndir frá keppninni eru aðgengilegar á facebook síðu skólans, en þær tók Matthildur Helgadóttir Jónudóttir.

Til baka