Upphaf haustannar

17 ágú 2016

Upphaf haustannar

Menntaskólinn á Ísafirði býður alla nemendur, kennara og annað starfsfólk velkomið til starfa á haustönn 2016. Upphaf haustannar er með eftirfarandi hætti:

19. ágúst: 
Stundaskrár opnast í INNU. Námsgagnalisti nemenda er í INNU og einnig hér.

22. ágúst:
  
Skólasetning á sal skólans kl. 9:00.

 

Nýnemakynning í stofu 17 (fyrirlestrarsal að skólasetningu lokinni).

Töflubreytingar fara fram milli kl. 10:00 og 14:00. Nemendur sækja sér númer hjá ritara. Athugið að nýnemar þurfa að öllu jöfnu ekki að fara í töflubreytingar.

23. ágúst:
Kennsla hefst samkvæmt stundatöflu.

 

Fundur fyrir foreldra og forráðamenn nýnema í stofu 17 (fyrirlestrarsal) kl. 18:00.

24. ágúst – 25. ágúst:

Nýnemaferð að Núpi í Dýrafirði.

 

30. ágúst

Skráningu í fjarnám lýkur.

 

1. september:
Kennsla í fjarnámi hefst.

 

Kynningarfundur fyrir nemendur með lesblindu kl. 15:15 í stofu 17 (fyrirlestrarsal). Kynning á hljóðbókum og fleiru gagnlegu en nemendur sem hafa aðgang að Hljóðbókasafni Íslands geta nálgast margar af kennslubókum sínum hjá safninu.

2. september

Kennsla í skipstjórnarnámi hefst

12. september
Síðasti dagur til að segja sig úr áfanga á haustönn 2016.

 

Til baka