VALDAGUR 22. mars

Í fundartíma 22. mars er umsjónartími. Nemendur fara þá til umsjónarkennara og velja áfanga fyrir haustönn. Mikilvægt er að velja áfanga sem allra fyrst og í síðasta lagi mánudaginn 26. mars. Eftir þann dag munuð þið aðeins geta valið áfanga hjá námsráðgjöfum eða áfangastjóra. Athugið vel að í suma áfanga kemst aðeins takmarkaður fjöldi nemenda þannig að mikilvægt er að velja þá sem fyrst. Ef þið dragið það að velja er alls ekki víst að þið komist í þá áfanga sem þið helst óskið. Hér fyrir neðan eru ýmsar upplýsingar sem eiga að auðvelda ykkur að velja þá áfanga sem þið þurfið.

Hér eru bóknáms- og íþróttaáfangar í boði og leiðbeiningar fyrir nemendur á 1. og 2. ári í bóknámi. Hér eru verknámsáfangar í boði.

Í haust verða ýmsir valáfangar í boði. Hér eru nánari lýsingar á nokkrum þeirra.

Leiðbeiningar vegna vals í INNU eru hér
Atburðir
« Maí »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Næstu atburðir

Vefumsjón