VM Félag vélstjóra og málmtæknimanna í heimsókn

12 okt 2010

VM Félag vélstjóra og málmtæknimanna í heimsókn

1 af 2

Skólinn fékk á dögunum heimsókn frá VM félagi vélstjóra og málmtæknimanna. Formaður félagsins Guðmundur Ragnarsson kom og ræddi félagsmál við nemendur og kennara í vélstjórnarnámi og grunndeild málmiðngreina.  Með honum í för voru Halldór A Guðmundsson og Vignir Eyþórsson frá mennta - og kjarasviði félagsins, Áslaug R Stefánsdóttir skrifstofu og fjármálastjóri og Guðmundur Sigurvinsson.  Þau komu ekki tómhent því þau færðu skólanum að gjöf 40 vinnusloppa auk veglegrar bókagjafar. VM eru færðar kærar þakkir fyrir þessar gjafir sem munu koma sér vel. Meðfylgjandi myndir voru teknar við þetta tækifæri og einnig eru nokkrar myndir á myndasíðunni.

Til baka