19 maí 2017

Sýning nemenda á lista- og nýsköpunarbraut

Nemendur á lista- og nýsköpunarbraut héldu sýningu á verkum sínum í anddyri Edinborgarhússins kl. 17 í gær. Þar kynntu nemendur verk sem þeir hafa unnið á vorönn í myndlistaráfanga og margmiðlunaráfanga. Verk nemendanna voru fjölbreytt og áhugaverð og lýstu mikilli sköpunargleiði. Kennsla hófst á brautinni síðastliðið haust og það er von okkar í MÍ að þessi góða viðbót við námsframboð skólans sé komin til að vera. Þeim Ástu Þórisdóttur, Björgu Sveinbjörnsdóttur og Gunnari Jónssyni sem sinnt hafa kennslu á brautinni í vetur, eru færðar kærar þakkir fyrir að standa vel við bakið á nemendum sínum. Einnig fyrir að leysa vinnu sína frábærlega vel af hendi þrátt fyrir að aðstaða og umgjörð brautarinnar sé enn að slíta barnsskónum.
19 maí 2017

Kaffisamsæti útskriftarnema og dimission

Að venju kvöddu útskriftarnemar kennara og skólann á hefðbundinn hátt í byrjun maí. Kennurum og öðrum starfsmönnum var boðið upp á kræsingar á kennarastofunni fimmtudaginn 4. maí  þar sem borð svignuðu undan girnilegum réttum. Föstudaginn 5. maí tóku útskriftarnemar daginn snemma og fóru um allan bæ í búningum til að fagna því að nú hyllti undir lok skólagöngu þeirra í MÍ. Margir bæjarbúar hafa án efa vaknað við fagnaðarlætin. Útskriftarefnin mættu í morgunmat heima hjá skólameistara og komu svo fylktu liði í skólann þar sem nemendur 3. bekkjar stýrðu kveðjuathöfn. Við þökkum þessum nemendum samstarf og samveru á undanförnum árum og óskum þeim alls hins besta í nýjum verkefnum.
19 maí 2017

Skólaalmanak 2017-2018

Skólaalmanak 2017-2018 var samþykkt á síðasta fundi skólaráðs. Nú er skólaárið 180 kennslu- og námsmatsdagar skv. reglugerð nr. 260/2017.
17 maí 2017

Sjúkraliðanám og sjúkraliðabrú í boði í haust

Menntaskólinn á Ísafirði, sem aðildarskóli að Fjarmenntaskólanum, býður upp á nám á sjúkraliðabraut. Námið er í umsjón Fjölbrautaskóla Norðurlands Vestra, Verkmenntaskóla Austurlands, Menntaskólans á Ísafirði og Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum.

Meira

16 maí 2017

Hugljúf Ólafsdóttir matráður kvödd

Í dag lauk Hugljúf Ólafsdóttir matráður farsælu starfi sínu við MÍ. Hugljúf hóf störf við skólann haustið 1997 og hefur því starfað við skólann í hartnær 20 ár. Á þessu árum hafa ófáir nemendur og starfmenn notið ljúffengra og fjölbreyttra veitinga sem hún hefur framreitt. Við þökkum Hugljúfu gott samstarf og gefandi samveru öll þessi ár og óskum henni alls hins besta í framtíðinni.
15 maí 2017

Vorsýning nemenda á lista- og nýsköpunarbraut

Vorsýning nema á Lista- og Nýsköpunarbraut Menntaskólans á Ísafirði, verður haldin á ganginum í Edinborgarhúsinu næstkomandi fimmtudag kl. 17:00, á sýningunni má sjá afrakstur nemanda úr margmiðlun- og listaáföngum annarinnar. 

Meira

15 maí 2017

Innritun í fjarnám á haustönn er hafin

Fjarnám er góður valkostur fyrir þá sem ekki geta stundað nám á hefðbundinn hátt. Nauðsynlegt er að hafa aðgang að tölvu því námið fer að mestu fram í gegnum námsumhverfið MOODLE og í tölvusamskiptum við kennara.  Kennsla í fjarnámi á haustönn hefst 18. ágúst.

Verðskrá:
Skráningargjald kr. 6.000
Hver áfangi kr. 12.000 en heildargjald verður aldrei hærra en kr. 30.000

 

Nánari upplýsingar um fjarnám má finna hér og með því að senda tölvupóst á Heiðrúnu Tryggvadóttur áfanga- og gæðastjóra MÍ, heidrun@misa.is Skráning fer fram hér.

2 maí 2017

Aðalfundur NMÍ og úrslit kosninga.

Síðastliðinn fimmtudag var aðalfundur NMÍ haldinn í fyrirlestrarsal skólan. Þar lagði fráfarndi stjórn NMÍ fram skýrslu sína og drög að reikningum skólaársins. Fjárhagsleg niðurstaða er nokkuð góð, enn á þó eftir að halda einn dansleik en allar líkur eru á lokaniðurstaða verði réttu megin við núllið. Að fundinum loknum héldu frambjóðendur til stjórnar næsta vetrar framboðsræður og kosningar voru svo haldnar daginn eftir. Úrslitin eru ljós og embætti NMÍ verða þannig skipuð næsta vetur:


Formaður – Hákon Ernir Hrafnsson

Gjaldkeri – Kristín Helga Hagbarðsdóttir

Ritari – Arndís Þórðardóttir

Málfinnur – Kolbeinn Sæmundur Hrólfsson

Menningarviti – Anna Margrét Hafþórsdóttir

Formaður leikfélags NMÍ – Pétur Ernir Svavarsson

Sprellikerling – Birta Lind Garðarsdóttir

Nýkjörnum fulltrúum er óskað til hamingju með kjörið og velfarnaðar í störfum sínum fyrir nemendur MÍ næsta vetur.
7 apr 2017

Vettvangsferð nema í VVA

Vettvangsferðir þar sem nemendur fá tækifæri til að sjá og kynnst raunverulegum aðstæðum af ýmsu tagi, eru mikilvægur þáttur í námi í framhaldsskóla. Skólinn mætir jafnan miklum veljvilja þegar óskað er eftir því að fá að koma með nemendur til að skoða aðstæður og vinnulag í hinum ýmsu fyrirtækjum hér á norðanverðum Vestfjörðum og jafnvel víðar. Nú á dögunum fóru nemendur sem eru að ljúka A-námi vélstjórnar í vor í vettvagnsferð til Orkubús Vestfjarða. Ferðin var tvíþætt, en þeir heimsóttu bæði nýja varaaflsstöð í Bolungarvík sem tekin var í notkun fyrir rúmum 3 árum og einnig varaaflsstöð í Súðavík sem hefur verið starfrækt mun lengur. Ferðin var að sögn Friðriks Hagalíns Smárasonar vélstjórnarkennara vel heppnuð. Kjartan Bjarnason vélstjóri hjá Orkubúi Vestfjarða tók vel á móti hópnum og sýndi þeim réttu handtökin. Meðfylgjandi myndir voru teknar í ferðinni.
3 apr 2017

Opið hús - dagskrá

Þriðjudaginn 4. apríl 2017 verður opið hús í MÍ milli kl. 17:00-19:00.

Verknámshús

Kynning á málmiðngreinum og vélstjórn, kennarar og nemendur kynna námið:

  • Grunndeild bíliðna
  • Grunndeild málmiðngreina
  • Stálsmíði
  • Vélstjórn A-stig
  • Vélstjórn B-stig
  • Kynning á samastarfi: Skaginn 3x og MÍ
  • Kaffi, djús og konfekt í boði

 

Neðsta hæð heimavistar

Gengið inn hjá FabLab eða í gegnum undirgöng

  • Kynning á grunndeild hár- og snyrtigreina
  • Kynning á húsasmíði
  • Kynning á FabLab

 

Nýbygging húsasmíðanema

  • Gestum gefst kostur á að skoða nýbyggingu húsasmíðanema við hlið verknámshússins
  • Húsasmíðanemar verða að störfum ásamt kennara sínum

 

Bóknámshús

  • Almenn kynning á námsframboði skólans
  • Námsráðgjafi situr fyrir svörum
  • Sjúkraliðanemendur og kennari gefa innsýn í sjúkraliðanámið
    • Ýmiss konar mælingar í boði við hlið Gryfjunnar
    • Bóknámskennarar gefa innsýn í nokkra áfanga
    • Kynning á raungreinum í stofu 9
    • Kynning á lista- og nýsköpunarbraut í stofu 10-11
    • Kynning á starfsbraut
    • Nemendafélag MÍ kynnir félagslífið í Gryfjunni
    • Kynning á bókasafni skólans á efri hæð
    • Kynningarmyndband um MÍ í fyrirlestrarsalnum, stofu 17
    • Kaffi, djús og konfekt í boði í Gryfjunni

 

Leiðsögn um skólahúsnæði

  • Lagt af stað kl. 17:30, 18:00 og 18:30 í anddyri bóknámshúss á neðri hæð

 

Ratleikur um skólann

  • Veglegt páskaegg í vinning, upphafsstöð í Gryfjunni