Heimavist og mötuneyti MÍ

Áföst bóknámshúsinu eru  heimavist og mötuneyti skólans. Á heimavistinni eru 20 einstaklingsherbergi með sturtu og snyrtingu, þar af fjögur sem geta verið tveggja manna. Vistarbúum er skylt að vera í mötuneyti skólans og fara eftir gildandi heimavistarreglum. Allir starfsmenn og nemendur skólans eiga þess kost að borða í mötuneytinu í hádeginu og er það mjög vel nýtt.

Heimavistarreglur MÍ

G
jaldskrá mötuneytis og heimavistar:

Fæðiskostnaður

 • Helsti útgjaldaliður aðkomunemenda er fæðiskostnaður. Mötuneytisgjald er 30.000 kr. á mánuði fyrir morgunverð og 5 heitar máltíðir á viku auk aðgangs að skrínukosti á kvöldin.
 • Matarkort fyrir aðra nemendur en vistarbúa kosta sem hér segir: 
                        - Annarkort kr. 60.000 - 75 máltíðir, hægt að skipta greiðslu í tvo hluta
                        -
   Tíu máltíða kort kr. 8.500
                        - 
  Stök máltíð kr. 1.000


Heimavist

 • Húsaleiga á heimavist fer eftir stærð og gæðum herbergja og er á bilinu  30.500-35.000 kr.
 • Gerður er húsaleigusamningur við heimavistarbúa sem skólinn aðstoðar þá við að þinglýsa. Þar með eiga íbúar heimavistar rétt á að sækja um húsaleigubætur til lækkunar á húsnæðis­kostnaði.
 • Þráðlaust net á heimavist er innifalið í húsaleigu.
Atburđir
« Ágúst »
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nćstu atburđir

Vefumsjón