27 maí 2015

Brautskráning

Þann 23. maí s.l. voru 54 nemendur brautskráðir frá skólanum. Fjórir nemendur fengu afhent diploma í förðun, fjórir luku A-námi vélstjórnar, fjórir stálsmiðir voru brautskráðir og fimm sjúkraliðar. Þar af voru tveir sjúkraliðar sem einnig luku viðbótarnámi til stúdentsprófs. Af bóknámsbrautum skólans luku 39 nemendur námi, 16 af félagsfræðabraut, 16 af náttúrufræðibraut, fimm luku viðbótarnámi til stúdentsprófs og tveir luku námi af fjögurra ára starfsbraut. Hæstu meðaleinkunn á stúdentsprófi hlaut Lára Margrét Gísladóttir stúdent af náttúrufræðibraut. Hún hlaut meðaleinkunnina 9,33. Semidux var Maksymilian Haraldur Frach stúdent af náttúrufræðibraut, með einkunnina 8,96. Hann lauk námi á þremur árum. Að vanda fluttu útskriftarnemendur tónlistaratriði við athöfnina. Maksymilian Frach lék á fiðlu við undirleik Iwonu Frach, Oberek í G-dúr eftir Michal Zarecki. Hálfdán Jónsson lék á gítar og flutti Estudio en La eftir Francisco Tarrega. Einar Viðar Guðmundsson lék á píanó, Prelúdíu í c-moll op. 28 nr. 20 eftir Friedrich Chopin og Salóme Katrín Magnúsdóttir söng við undirleik Iwonu Frach, I´ve got you under my skin eftir Cole Porter. Fjölmargar viðurkenningar voru veittar fyrir góðan námsárangur í ýmsum greinum og Dux scholae flutti ræðu. Einnig fluttu afmælisárgangar ávörp og færðu skólanum gjafir. Fulltrúar 40 ára stúdenta þau Agnes Sigurðardóttir og Einar K. Guðfinnsson færðu skólanum gjöf til minningar um Margréti Oddsdóttur samstúdent sinn. Með gjöfinni vilja samstúdentar Margrétar halda minningu hennar á lofti og upplýsa nemendur skólans um þá merku konu sem lagði grunn að framtíð sinni í Menntaskólanum á Ísafirði, en Magrét lést langt um aldur fram þann 9. janúar 2009. Að loknum formlegum skólaslitum risu viðstaddir úr sætum og sungu saman Gaudeamus Igitur, við undileik Huldu Bragadóttur. Að kvöldi laugardagsins var útskriftarfagnaður í Íþróttahúsinu á Torfnesi, þar sem útskriftarnemar fögnuðu áfanganum ásamt fjölskyldum, vinum og afmælisárgöngum.
23 maí 2015

Brautskráning í Ísafjarðarkirkju

Laugardaginn 23. maí verða 54 nemendur brautskráðir frá Menntaskólanum á Ísafirði. Fjórir nemendur ljúka diplómanámi í förðun, fjórir ljúka A námi vélstjórnar, fjórir ljúka prófi í stálsmíði. Þá munu fimm nemendur ljúka sjúkraliðaprófi, þar af eru tveir nemendur sem einnig ljúka viðbótarnámi til stúdentsprófs. Alls verða brautskráðir 39 stúdentar, 16 af félagsfræðabraut, 16 af náttúrufræðibraut, tveir af starfsbraut og fimm með viðbótarnám til stúdentsprófs. Brautskráningarathöfnin verður í Ísafjarðarkirkju og hefst klukkan 13.  
29 apr 2015

Próftafla vorannar 2015

Próftafla vorannar er tilbúin og hefur verið birt á nemendavefnum INNU. Próftöfluna í heild má sjá hér.


20 apr 2015

Ný stjórn NMÍ

Síðastliðinn fimmtudag var haldinn aðalfundur Nemendafélags MÍ. Fyrir fundinn höfðu verið lagðar tillögur að lagabreytingum sem voru samþykktar einróma. Daginn eftir var framboðsfundur og í kjölfarið hófust kosningar í embætti í nemendaráði, sem stóðu til kl. 14.00. Úrslit kosninga voru kynnt á kosningavöku í Edinborgarhúsi um kvöldið. Niðurstöður kosninganna urðu þessar:

Formaður NMÍ - Melkorka Ýr Magnúsdóttir
Gjaldkeri - Sigurður Bjarni Benediktsson
Ritari - Heiðdís Birta Jónsdóttir Thompson
Málfinnur - Veturliði Snær Gylfason
Menningarviti - Hulda Pálmadóttir
Formaður íþróttaráðs - Sverrir Úlfur Ágústsson
Formaður leiklistarfélags - Sigríður Salvarsdóttir

Nýjum fulltrúum í nemendaráði er óskað innilega til hamingju, sem og velfarnaðar í störfum sínum fyrir nemendur MÍ næsta vetur. 
Heildarúrslit kosninganna má sjá hér. Niðurstöður kosninga í nemendaráð MÍ 2015.

16 mar 2015

Afrakstur Gróskudaga

Á nýliðnum Gróskudögum var mikið um að vera í skólanum og nemendur sóttu smiðjur af ýmsum toga. Meðal þess sem var í boði var kennsla í myndlist og nú má sjá afraksturinn á Gallerí Gangi sem er undirgangurinn milli bóknámshúss og mötuneytis. Einnig unnu margir nemendur að gerð Gróskudagablaðs á meðan á Gróskudögum stóð. Blaðið hefur nú litið dagsins ljós og má skoða það með því að smella hér. Njótið vel.
3 mar 2015

Röðun í smiðjur

Búið er að raða nemendum í smiðjur og þið geti skoðað niðurröðun fyrir hverja tímasetningu þessa þrjá daga hér fyrir neðan. Þeir sem ekki völdu smiðjur þurfa að senda póst á hildur@misa.is.

Upplýsingar um smiðjur

Á miðvikudag:


Miðvikudagur kl. 08.30

Miðvikudagur kl. 10.30

Miðvikudagur kl. 13.00

Á fimmtudag

Fimmtudagur kl. 08.30

Fimmtudagur kl. 10.30

Fimmtudagur kl. 13.00

Á föstudag:

Föstudagur kl. 08.30 (ATH! nema Tarantino sem byrjar kl. 8)

Föstudagur kl. 10.30

Föstudagur kl. 13.00


2 mar 2015

Vali fyrir Gróskudaga lokið!

Nemendur sem ekki völdu sér smiðjur fyrir Gróskudaga geta haft samband við skrifstofu skólans á morgun þriðjudag, til að fá upplýsingar um það í hvaða smiðjum er laust pláss.
27 feb 2015

Gróskudagar

Í næstu viku verður óhefðbundin kennsla í skólanum á Gróskudögum, þ.e. frá miðvikudegi til föstudags. Fjölbreyttar smiðjur verða í boði og allir nemendur þurfa að velja sér a.m.k. tvær smiðjur á dag. Samtals verða nemendur að velja sér 7 smiðjur þessa daga. Hér fyrir neðan eru upplýsingar um smiðjur sem verða í boði og einnig er hlekkur á valblað þar sem nemendur geta valið smiðjurnar rafrænt. ATH!! að takmarkaður fjöldi er í sumar smiðjur og fyrstur kemur fyrstur fær. -ATH! Skráningu í smiðjur á netinu er lokið.-

Upplýsingar um smiðjur


27 feb 2015

Setning Sólrisuhátíðar

Sólrisuhátíð NMÍ verður sett kl. 12 í dag. Setningin hefst á skrúðgöngu um bæinn og síðan fer í gang fjölbreytt dagskrá sem stendur næstu vikuna. Allar upplýsingar um dagskrá verður að finna á fésbókarsíðu hátíðarinnar. SÓLRISA 2015 - DAGSKRÁ 
Gleðilega Sólrisuhátíð!