Laus störf

Eftirfarandi störf eru laus til umsóknar:

Stuðningsfulltrúi á starfsbraut í afleysingu vegna fæðingarorlofs

Stuðningsfulltrúi aðstoðar kennara við að sinna einum eða fleiri nemendum sem þurfa sérstaka aðstoð. Starf stuðningsfulltrúa miðar að því að auka færni og sjálfstæði þessara nemenda, félagslega, námslega og í daglegum athöfnum. Stuðningsfulltrúi skal hafa menntun og/eða reynslu sem nýtist í starfi, vera lipur í samskiptum og sýna gott viðmót.

Um er að ræða 75% starf. Vinnutími er frá kl. 08:10-14:10 alla virka daga.

Umsækjandi þarf að geta hafið störf í lok febrúar n.k. Laun stuðningsfulltrúa eru samkvæmt kjarasamningi SFR og stofnanasamningi MÍ. Frekari upplýsingar gefur Jón Reynir Sigurvinsson skólameistari, jon@misa.is, s. 896 4636.