Áfangalýsing:
Í áfanganum er lögð áhersla á flóknari orðaforða en áður bæði í töluðu máli og rituðu. Áhersla er lögð á að orðaforði og lesskilningur nemenda verði aukinn enn frekar, m.a. með lestri sérhæfðra texta. Nemendur kynnast dönskum bókmenntum og hvernig þær endurspegla danskt samfélag. Nemendur fá þjálfun í að tjá sig munnlega, kynnast hinum ýmsu mállýskum og hvar þær eru sterkastar. Farið verður yfir skyldleika dönskunnar við íslensku, tengsl landanna og áhrif á íslenska menningu og samfélag. Farið verður yfir sögu og menningu Færeyja og Grænlands, stöðu dönskunnar í þeim löndum og ríkjasamband þeirra við Danmörku. Áfram verður lögð rík áhersla á að vekja nemendur til meðvitundar um eigin ábyrgð á námsframvindu, sjálfstæð vinnubrögð og auka skilning þeirra á ýmsum aðferðum til að tileinka sér tungumálið.
Forkröfur: DANS2BF05
Markmið:
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- uppruna dönskunnar og skyldleika við íslensku.
- tengsl landanna og áhrif þeirra á íslenska menningu og samfélag.
- öðrum málsvæðum þar sem danskan er annað tungumál.
- flóknari þverfaglegum orðaforða og orðasamböndum til undirbúnings fyrir nám í háskóla.
- hefðum um uppsetningu og skipulag ritaðs máls.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- skilja talað mál sem talað er með mismunandi hreim og við mismunandi aðstæður sem og skilja algengustu orðasambönd sem einkenna það.
- lesa sér til ánægju og til upplýsinga flóknari texta af margs konar gerðum og geta beitt viðeigandi lestraraðferðum, túlkað og tjáð sig um þá með viðeigandi orðaforða.
- beita málfari við hæfi í ræðu og riti til að tjá sig skýrt og örugglega um málefni sem hann þekkir og rökstyðja.
- skrifa skýra og nákvæma texta, formlega sem óformlega, þar sem helstu rithefðum og reglum danskrar mál- og setningarfræði er fylgt.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- skilja án vandkvæða megininntak erinda og rökræðna um tiltölulega flókið efni sem hann þekkir vel til.
- lesa texta, s.s. bókmenntatexta, greinar og skýrslur sem tengjast málefnum samtímans þar sem fram koma ákveðin viðhorf eða skoðanir.
- átta sig á tilgangi og afstöðu höfundar sem fram koma og bregðast við eða tjá skoðanir sínar um efni þeirra hvort sem er munnlega eða skriflega.
- taka þátt í skoðanaskiptum og setja fram hugmyndir sínar af talsverðu öryggi, fært rök fyrir þeim og svara viðmælendum á viðeigandi hátt.
- eiga frumkvæði að samræðum og bregðast við óvæntum spurningum og athugasemdum, geta útskýrt skoðanir sínar varðandi efni sem er ofarlega á baugi og lýst bæði kostum og göllum.
- vera meðvitaður um eigin færni og námsframvindu, sýna sjálfstæði í vinnubrögðum m.a. með því að nýta sér ýmis hjálpargögn, upplýsingaveitur á netinu og námsforrit.