Áfangalýsing
Lögð er áhersla á tjáningu í ræðu og riti. Í áfanganum er unnið að því að auka orðaforða nemenda og skriflegi þátturinn þjálfaður með fjölbreyttum æfingum í tengslum við þá efnisflokka sem unnið er með. Nemendur fá tækifæri til þess að kynnast enskum bókmenntum, þjálfa ritgerðarsmíð og kynningar.
Forkröfur: ENSK2DM05
Markmið:
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- að rökræða og útskýra sjónarmið varðandi efni sem er ofarlega á baugi og geta rakið ólík sjónarmið með og á móti.
- orðaforða málsins sem varðar áhugasvið hans og flest almenn umræðuefni.
- daglegu töluðu máli, þ.m.t. helstu framburðareinkenni enskrar tungu.
- að lesa af sjálfsdáðum og aðlaga stíl og lestrarhraða eftir mismunandi textum og tilgangi.
- að geta fundið og notað heimildir eftir því sem við á.
- að hafa góðan lestrarorðaforða, þótt e.t.v. geti gætt erfiðleika með fáheyrð orð.
- að hafa þekkingu á formlegu og óformlegu máli í ritun og vita hvað er við hæfi.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- láta til sín taka í yfirgripsmiklum samræðum um flest almenn málefni þannig að eftir sé tekið.
- geta sýnt sveigjanleika og tjáð það sem hann vill koma á framfæri á marga mismunandi vegu.
- sýna tiltölulega gott vald á málfræði; gera ekki mistök sem valda misskilningi.
- geta skilið talað mál um kunnuglegt eða ókunnuglegt efni hvort heldur er í persónulegu lífi, félagslífi, skólaumhverfi eða í starfi.
- geta tjáð sig um mörg mismunandi málefni sem tengjast áhugasviði hans, talað út frá efninu og rökstutt hugmyndir sínar með dæmum og tilvísunum.
- geta skilið greinar og skýrslur um daglegt líf þar sem höfundurinn talar út frá ákveðnu sjónarhorni eða tjáir ákveðna skoðun.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- skilja án vandkvæða megininntak erinda og rökræðna, jafnvel um tiltölulega flókið efni, ef hann þekkir vel til þess.
- lesa texta þar sem ákveðin viðhorf eða skoðanir eru kynnt, átta sig á tilgangi og afstöðu textahöfundar og bregðast við eða tjá skoðanir sínar munnlega eða skriflega um efni þeirra.
- taka þátt í skoðanaskiptum, færa rök fyrir máli sínu og svara mótbárum og gagnrökum á viðeigandi hátt.
- geta tekið virkan þátt í umræðum um kunnugleg málefni, gert grein fyrir og haldið skoðunum sínum á lofti.
- geta útskýrt skoðanir sínar á málefnum sem eru ofarlega á baugi og lýst bæði kostum og göllum við mismundandi valkosti.
- skrifa ritgerð eða skýrslu, koma upplýsingum á framfæri og færa rök fyrir eða gegn ákveðnu sjónarhorni eða skoðun.
- tjá sig á eðlilegan hátt og hafi á valdi sínu skýran framburð og tónfall tungumálsins.