Áfangalýsing:
Helstu hugtök stjórnmálafræðinnar kynnt. Nemandinn lærir um grundvallarstjórnmálastefnur 19.aldar sem áttu eftir að móta flokkakerfi stjórnmála vestrænna ríkja, þ.m.t. Ísland. Farið er yfir helstu einkenni íslenskra stjórnmálaflokka og fjallað um hugmyndafræði flokkanna í alþjóðlegu samhengi. Íslenska valdkerfið skoðað, þrískipting ríkisvaldsins, stjórnarskráin og samspil helstu valdþátta. Kynntar verða kenningar um lýðræði, stjórnkerfi, kosningahegðun, mismunandi kjördæmaskipan og flokkaskipulag. Gerð verður grein fyrir alþjóðlegri samvinnu ríkja eftir síðari heimsstyrjöld, m.a. verður aðdraganda og þróun Evrópusambandsins lýst, uppbygging og stjórnkerfi þess og verður leitast við að varpa ljósi á umræðu og stöðu í alþjóðamálum í dag. Áhersla verður lögð á að fjalla um málefni sem efst eru á baugi í stjórnmálum, efnahagsmálum og félagsmálum og tengja við málefni sem nemendur hafa sérstakan áhuga á.
Forkröfur: FÉLV1IF05
Markmið:
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- Helstu hugtökum stjórnmálafræðinnar.
- Grundvallartjórnmálastefnum sem mótaðhafa flokkakerfi vesrænna ríkja og víðar.
- Mismunandi kenningum um lýðræði, vald, kosningakerfi og fleiri viðfangsefnum stjórnmálafræðinnar.
- Sögu og þróun íslenskra stéttastjórnmála frá upphafi þeirra til nútímans.
- Alþjóðlegri samvinnu eftir síðari heimsstyrjöld, einkum það sem snýr að Íslandi.
- Samvinnu Evrópuríkja eftir síðari heimsstyrjöld, aðdraganda Evrópusambandsins og stofnanauppbyggingu þess.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- Beita helstu hugtökum stjórnmálafræðinnar í námi og daglegri umræðu.
- Ræða og rita um viðfangsefni stjórnmálafræðinnar af þekkingu og víðsýni.
- Nota þekkingu sína til áframhaldandi náms sem og í almennri umræðu um samfélagsleg málefni.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- Tengja stefnu og sögu íslenskra stjórnmálaflokka við helstu hugmyndakerfi alþjóðlegra stjórnmála.
- Rökræða og útskýra fyrir öðrum ýmis hugtök og viðfangsefni stjórnmálafræðinnar.
- Láta sig varða ýmis samfélagsleg álitaefni í lýðræðislegu þjóðfélagi.
- Skilja mikilvægi stjórnmála og stjórnmálaþátttöku í lýðræðislegu þjóðfélagi.
- Beita gagnrýnni hugsun á viðfangsefni stjórnmálafræðinnar.