Áfangalýsing:
Áfanginn á að gefa góða undirstöðu til notkunar og þekkingar á frönsku sem tungumáli og frönskumælandi menningu, samfélagi og sögu. Námsefnið byggir á áfanganum FRAN1AG05. Áfanginn á áfram að örva forvitni nemandans á tungumálum og menningu. Áfanginn á að gefa nemendum möguleika á að þróa fjöltyngi þar sem kunnátta í einu tungumáli styður kunnáttu í öðrum. Nemendur eru þjálfaðir í lesskilningi, tali, hlustun og ritun. Mikil áhersla er lögð á að nemendur þjálfist áfram í góðum framburði og er þeim þætti sinnt bæði með hlustun og talæfingum. Samhliða vinnu með kennslubækling og annað skriflegt efni hlusta nemendur reglulega á útvarpsfréttir og sjónvarpsþætti á einfaldri frönsku.
Forkröfur: FRAN1AG05
Markmið:
Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:
- þeim orðaforða sem nauðsynlegur er til að ná leikni- og hæfnimarkmiðum þrepsins.
- helsta grundvelli fransks málkerfis: tónfalli, framburði og málfræði.
- einföldum samskiptum og tjáningu í mæltu og rituðu máli.
- almennum sögnum í nútíð, þátíð og framtíð.
- ýmsum sviðum franska tungumálsins, samfélagi og sögu.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- fylgjast með munnlegum og skriflegum frásögnum um þekkt efni þar sem tungumálið er skýrt og greinilegt.
- tjá sig á frönsku með góðum framburði.
- setja mælt og ritað mál á mismunandi vegu í samhengi við eigin þekkingu og reynslu.
- skipuleggja nám sitt.
- nýta sér endurgjöf.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- þróa með sér sjálfstæð vinnubrögð, jákvæðni og trú á eigin getu í frönsku.
- taka þátt og fylgjast með í einföldum samræðum, svara og spyrja um þekkt efni á frönsku.
- halda uppi samræðum við hversdagslegar aðstæður.
- tjá sig um franska menningu og samfélag.