Áfangalýsing:
Í áfanganum er fjallað um aðferðir til að efla skapandi hugsun, leikni í þróun hugmynda og hæfni til að koma þeim á framfæri. Unnið verður markvisst frá skissuvinnu til niðurstöðu. Fjallað um hugmyndafræði nýsköpunar og gerð viðskiptaáætlana. Lögð er áhersla á að skoða margvíslegar útfærsluleiðir þar sem nemendur vinna sjálfstætt og í samvinnu við aðra. Fjallað verður um ýmsar aðferðir við að skrásetja hugmyndir. Íslensk sköpunarstörf sem tengjast efni áfangans verða kynnt og nýsköpunarstarfsemi í nærumhverfinu. Nemendur taka þátt í vörumessu sem er liður í keppninni Ungir frumkvöðlar.
Forkröfur: Engar
Markmið:
Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:
- aðferðum og hugtökum í hugmyndavinnu og skrásetningu hugmynda.
- hugsanaferlinu frá hugmynd til listrænnar sköpunar.
- útfærslumöguleika hugmynda á efni, rými, tækni, aðferða og niðurstöðu.
- hugmyndafræði nýsköpunar og gerð viðskiptaáætlana.
- markvissum leiðum til að halda utan um hugmyndir sínar og úrvinnslu þeirra.
- þýðingu fjölbreyttrar gagnasöfnunar við þróun hugmynda.
- eigin persónulegu leiðum við hugmyndavinnu.
- hugmyndavinnu íslenskra listamanna, arkitekta og hönnuða.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- skapa og þróa verk út frá gefnum forsendum.
- geti unnið ferlið: Hugmynd – Úrvinnsla – Afurð.
- beita opinni og leitandi hugsun við þróun hugmynda.
- þróa hugmyndir í gegn um tilraunir og sjái skapandi möguleika í mistökum.
- þróa nýsköpunarhugmynd.
- skýra hugmyndir sínar á munnlegan, skriflegan, leikrænan og myndrænan hátt.
- halda utanum hugmyndavinnu sína og úrvinnslu í dagbókarformi.
- beita margvíslegum aðferðum til að virkja ímyndunaraflið, bæði þekktum aðferðum annarra og sínum eigin.
- koma auga á óvænt samhengi.
- gera grein fyrir sköpunarverki sínu á munnlegan og skriflegan hátt.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- þróa hugmyndir sínar á opinn og skapandi hátt.
- komi auga á tækifæri til nýsköpunar í nærumhverfinu.
- kynna hugmyndir sínar á fjölbreyttan hátt.
- beita sjálfstæði, frumkvæði og hugmyndaauðgi í vinnubrögðum við framsetningu eigin hugmynda.
- vinna hugmyndavinnu í hóp og sýna þar áræðni og bera virðingu fyrir öðrum.