Áfangalýsing:
Í áfanganum verður fjallað um jafnrétti, mannréttindi og kynjafræði. Leitast verður við að tengja viðfangsefni við daglegt líf nemenda. Viðfangsefni áfangans eru réttindahugtakið, mannréttindi, jafnrétti, fjölmenning, kynþáttamisrétti, réttindi fatlaðra, stéttamisrétti, jafnrétti kynjanna, femínismi, kynhlutverk, feðraveldi, kynbundið ofbeldi og klám.
Forkröfur: Engar
Markmið:
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- helstu hugtökum tengdum mannréttindum, jafnrétti og kynjafræði
- tengslum jafnréttismála og samfélags
- stöðu ólíkra hópa í samfélaginu, og réttindabaráttu þeirra
- staðalmyndum um ólíka hópa samfélagsins
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- kynna sér ítarlega réttindabaráttu hóps að eigin vali og stöðu þess hóps í samfélaginu, miðla þeirri þekkingu sem hann hefur aflað sér með samnemendum og leiða umræðu um niðurstöður sínar
- greina stöðu og staðalmyndir ólíkra hópa eins og hún birtist í fjölmiðlum, auglýsingum, námsefni og almennri umræðu
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- taka ígrundaða afstöðu til jafnréttismála og réttindabaráttu
- rökræða viðfangsefni áfangans á málefnalegan hátt