Áfangalýsing
Í áfanganum er lögð áhersla á einstaklingsbundna þjálfun nemenda í helstu undirstöðuþáttum og reglum stærðfræðinnar. Farið verður í reikniaðgerðirnar fjórar, forgangsröð aðgerða, almenn brot, lengingu og styttingu brota, samnefnd og ósamnefnd brot, liði og þætti, ólíkar gerðir talna, undirstöðuaðgerðir algebru, jöfnur og velda- og rótarreikning.
Forkröfur: Engar
Markmið
Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:
- helstu grundvallarhugtökum stærðfræðinnar og beitingu þeirra við lausn dæma.
- helstu reiknireglum við forgangsröð aðgerða, almenn brot, algebru, jöfnur, veldi og rætur.
- helstu formúlum sem beita þarf til lausnar á dæmum sem falla undir námsefnið.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- beita helstu grundvallarreglum stærðfræðinnar í reikniaðgerðum og forgangsröð aðgerða.
- fást við almenn brot, algebru og leysa jöfnur.
- skilja samhengi talna og algebru, liða og þátta.
- leita lausna á dæmum á skipulegan hátt.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- skrá lausnir sínar og vinna á skipulegan hátt
- fylgja fyrirmælum sem gefin eru.
- lesa úr stærðfræðilegum upplýsingum.