Námsmat - námskeið með Ingvari Sigurgeirssyni

Í síðustu viku kom Ingvar Sigurgeirsson, fyrrum prófessor við HÍ í heimsókn í skólann og var með námskeið fyrir kennara skólans um námsmat. Menntaskólinn á Ísafirði hefur í tengslum við nýju framhaldsskólalögin lagt áherslu á að breyta kennsluháttum og námsmati og er á stefnuskrá skólans að taka upp leiðsagnarmat í sem flestum áföngum. Markmið með leiðsagnarmati er að nemendur fái leiðsögn um hvernig þeir geti bætt sig og þeir fái endurgjöf sem sýnir þeim hvar þeir eru staddir í náminu.

Eftir að hafa hlýtt á kennara segja frá tilraunum sínum til bættra kennsluhátta og breytts námsmats gaf Ingvar út þá yfirlýsingu að Menntaskólinn á Ísfirði teldist nú meðal þróunaskóla á framhaldsskólastigi um leiðsagnarmat. Eftir námskeiðið sem féll í góðan jarðveg hjá kennurum er stefnt að enn frekari á þróun þessara mála á næstu starfsdögum skólans.

Atburðir
« Ágúst »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Næstu atburðir

Vefumsjón