Aðalfundur NMÍ og úrslit kosninga.

2 maí 2017

Aðalfundur NMÍ og úrslit kosninga.

Síðastliðinn fimmtudag var aðalfundur NMÍ haldinn í fyrirlestrarsal skólan. Þar lagði fráfarndi stjórn NMÍ fram skýrslu sína og drög að reikningum skólaársins. Fjárhagsleg niðurstaða er nokkuð góð, enn á þó eftir að halda einn dansleik en allar líkur eru á lokaniðurstaða verði réttu megin við núllið. Að fundinum loknum héldu frambjóðendur til stjórnar næsta vetrar framboðsræður og kosningar voru svo haldnar daginn eftir. Úrslitin eru ljós og embætti NMÍ verða þannig skipuð næsta vetur:


Formaður – Hákon Ernir Hrafnsson

Gjaldkeri – Kristín Helga Hagbarðsdóttir

Ritari – Arndís Þórðardóttir

Málfinnur – Kolbeinn Sæmundur Hrólfsson

Menningarviti – Anna Margrét Hafþórsdóttir

Formaður leikfélags NMÍ – Pétur Ernir Svavarsson

Sprellikerling – Birta Lind Garðarsdóttir

Nýkjörnum fulltrúum er óskað til hamingju með kjörið og velfarnaðar í störfum sínum fyrir nemendur MÍ næsta vetur.

Til baka