Hönnun við strandlengjur Ísafjarðarbæjar

7 nóv 2023

Hönnun við strandlengjur Ísafjarðarbæjar

Bæjarstjóri og sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs kynna sér hugmyndir nemenda um hönnun í Ísafjarðarbæ.
Bæjarstjóri og sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs kynna sér hugmyndir nemenda um hönnun í Ísafjarðarbæ.
1 af 4

Síðastliðinn föstudag komu Arna Lára bæjarstjóri og Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar í heimsókn í áfangann Hönnun í atvinnulífinu. Nemendur kynntu hugmyndir sínar á skipulagi og hönnun við strandlengjuna í Ísafjarðarbæ og voru hugmyndirnar fjölbreyttar og áhugaverðar að sögn gestanna.

Á meðfylgjandi myndum má sjá þau Örnu og Axel spjalla við nemendur og tvær af hugmyndum þeirra. Annars vegar hugmynd að Kaffihúsi á Norðureyri í Súgandafirði þar sem gestir fá að upplifa bátsferð, göngur á Norðureyri og kaffi. Hins vegar er humgynd að stækkun Fjarðarstrætisfjöru til að auka tækifæri bæjarbúa á útiveru við hafið, bryggju a nýja grjótgarðinn til að auka útsýni og hús í fjörunni með strandleikföngum.  

Til baka