Brautskráning í desember

Útskriftarathöfn haustannar verður haldin í dag, 16. desember kl. 17 í Ísafjarðarkirkju. Að þessu sinni verða brautskráðir 13 nemendur frá skólanum, 9 skipstjórar með B réttindi og 4 stúdentar. Allir velunnarar skólans eru velkomnir á athöfnina. 

Skýrsla um innra mat 2015-2016

Við MÍ fer fram innra mat á skólastarfinu eins og kveðið er á um í Aðalnámskrá  frá 2011 og reglugerð nr. 700 frá 2010 um mat og eftirlit í framhaldsskólum. Í 3. grein reglugerðarinnar segir m.a.:  

Hver framhaldsskóli skal með kerfisbundnum hætti meta árangur og gæði skólastarfsins. Virkt innra mat skal samofið annarri starfsemi skóla og skal skapa forsendur fyrir markvissu mati á árangri og leiðum að markmiðum skóla. Innra mat skal vera umbótamiðað og ná til allra helstu þátta skólastarfsins. Það skal stuðla að aukinni vitund um mikilvægi gæða í öllu starfi.

Tryggja skal virka þátttöku starfsmanna, foreldra, nemenda og skólaráðs í innra mati, eftir því sem við á. Innra mat skal byggja á fjölbreyttum gögnum sem taka mið af viðfangsefnum hverju sinni.

Framhaldsskólar skulu birta opinberlega og á aðgengilegan hátt, á heimasíðu sinni eða með öðrum hætti, upplýsingar um framkvæmd innra mats, helstu niðurstöður og umbótaáætlun. Einnig skal gera grein fyrir tengslum matsins við skólanámskrá og stefnu skólans.


Sjálfsmatsnefnd skólans sem sinnir innra mati hefur nú lokið skýrslu fyrir skólaárið 2015-2016. Skýrsluna má finna hér á heimasíðunni.

Vísindadagar

Dagana 29. og 30. nóvember n.k.  verða vísindadagar í Menntaskólanum á Ísafirði. Er þetta í þriðja skiptið sem slíkir dagar fara fram. Á Vísindadögunum verður hefðbundið skólastarf brotið upp með sýningum og kynningum nemenda á því fjölbreytta starfi sem fram fer í skólanum.

Á Vísindadögunum
 verður ýmislegt í boði. Má þar nefna gagnvirka landafræðikynningu, efnafræðitilraunir, hægt verður að sjá þyngdarlögmálið með eigin augum, boðið verður upp á tímaflakk á tölvusýningu, FabLab verður opið þar sem hægt verður að fylgjast með nemendum gera silkiþrykk, stuttmyndir sem nemendur hafa gert sýndar og ýmiss konar kynninga og sýninga. Er þá aðeins fátt eitt upptalið af því sem nemendur skólans taka sér fyrir hendur á vísindadögum og erum við ákaflega stolt af hugmyndaauðgi þeirra og áhuga. Dagskránni lýkur með verðlaunaafhendingu á miðvikudeginum kl. 14:10. Veitt verða sérstakar viðurkenningar fyrir athyglisverðustu kynninguna og athyglisverðustu sýninguna. Dagskrá Vísindadaganna má finna hér.
 
Vísindadagar MÍ 2016 verða settir í Gryfjunni (sal MÍ) þriðjudaginn 29. nóvember kl. 8:10. Allir íbúar skólasamfélagsins nær og fjær eru velkomnir í skólann á meðan á Vísindadögum MÍ 2016 stendur.

Nemendaţing

Fimmtudaginn 24. nóvember kl. 9:10 verður haldið nemendaþing sem ber yfirskriftina Gerum góðan skóla betri. Unnið verður í litlum hópum og verða niðurstöður m.a. kynntar á Vísindadögunum í næstu viku.

MÍ lagđi MK í Morfís!

Morfís lið MÍ gerði góða ferð suður í Kópavog fyrir helgina. Skólarnir mættust í kappræðum síðastliðinn föstudag og stóð líð MÍ upp sem sigurvegari að keppni lokinni. Liðið er þar með komið í 16 líða úrslit og mætir Borgarholtsskóla í næstu viðureign. Við óskum þeim Ingunni Rós, Úlfi, Veturliða, Hákoni Erni og Ívari Tuma innilega til hamingju með sigurinn og óskum þeim jafnframt góðs gengið við undirbúning og æfingar fyrir næstu keppni.

Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur þann 16. nóvember síðstliðinn. Á deginum, sem er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar, var boðið upp á veglega dagskrá á sal, í umsjón nokkurra nemenda í í íslensku. Veg og vanda af umsjón dagskránnar hafði Emil Ingi Emilsson íslenskukennari. Flutt voru ljóð og textar sem fjölluðu á einn eða annan hátt um Vestfirði eða tengdust svæðinu. Einnig var flutt tónlist. Við þökkum þeim sem skipulögðu og tóku þátt í þessari dagskrá, kærlega fyrir skemmtunina.

Innritun á vorönn 2017

Innritun á vortönn 2017 í Menntaskólann á Ísafirði stendur nú yfir. Í boði er nám á bóknámsbrautum til stúdentsprófs, samkvæmt eldri námskrá og nýrri. Einnig geta nemendur sótt um nám í einstaka verknámsgreinum en nánari upplýsingar um það veitir Heiðrún Tryggvadóttir áfangastjóri, netfang: heidrun@misa.is; sími: 450-4400.

Nemendur sækja um skólavist í gegnum menntagatt.is og síðasti dagur innritunar er miðvikudagurinn 30. nóvember. Nemendur sem eru skráðir í dagskóla hafa þegar valið áfanga fyrir vorönn 2017 og þurfa ekki að skila inn umsókn í gegnum Menntagátt.

Dagur gegn einelti

Áttundi nóvember er ár hvert helgaður baráttunni gegn einelti í samfélaginu. Allt of mörgum líður illa vegna eineltis og staðreyndin er sú að einelti getur eyðilagt líf og tekið líf. Því miður þá þrífst einelti alls staðar þar sem það er látið afskiptalaust. Það er þjóðfélagsmein og það er samfélagsskylda okkar að stuðla að því að uppræta það. Ef við verðum vör við einelti, leggjum þá okkar framlag á vogarskálarnar, grípum inn í og gerum okkar besta til að beina málinu í réttan farveg. Eitt mikilvægasta vopnið í baráttunni gegn einelti er að samþykkja ekki þöggun. Í MÍ á einelti ekki að líðast og hægt er að fræðast um viðbragðsáætun skólans ef grunur vaknar um einelti, með því að smella á Viðbrögð við einelti hér á heimasíðunni. Þar er einnig að finna rafrænt eyðublað þar sem hægt er að tilkynna einelti eða grun um einelti. 

Við hvetum alla til að undirrita sáttmála gegn einelti sem finna má á vefsíðu fagráðs eineltismála í grunnskólum  gegneinelti.is

Nýnemaferđ 2016

í lok ágúst fóru nýnemar í árvissa nýnemaferð í Dýrafjörð ásamt þremur starfsmönnum skólans. Farið var að Núpi í Dýrafirði þar sem hópurinn gisti. Síðan var ekið út að eyðibýlinu Arnarnes og farið í góðan göngutúr. Eftir hádegi fór hópurinn og skoðaði sig um í nágrenni Núps og farið var í Skrúð. Þá var farið í leiki á túninu við gamla héraðsskólann og um kvöldið var kvöldvaka þar sem nemendur höfðu sjálfir undirbúið ýmis atriði. Fulltrúar úr stjórn NMÍ komu þá í heimsókn og kynntu félagslíf skólans. Daginn eftir var farið í ratleik, áður en haldið var til baka til Ísafjarðar. Nokkrar myndir eru komnar inn hér á síðuna, en fleiri myndir má finna á facebook síðu skólans.

Val fyrir vorönn 2017

Nemendur sem eiga eftir að velja áfanga fyrir vorönn, geta pantað tíma hjá náms- og starfsráðgjafa eða áfangastjóra og fengið aðstoð við valið. Athugið að ekkert val þýðir engin stundatafla á vorönn.
Atburđir
« September »
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nćstu atburđir

Vefumsjón