BÓKF2BF05

Bókfærsla

Áfangalýsing:

Það er öllum nauðsynlegt að gera sér grein fyrir bókhaldshringrásinni og skilja hvernig tekjur og gjöld hafa áhrif á eigið líf. Áfanginn er um bókhaldshringrásina og helstu reglur tvíhliða bókhalds. Fjallað er um grundvallarhugtökin eignir og skuldir, gjöld og tekjur. Lögð er áhersla á að nemendur verði færir um að annast almennar færslur í dagbók, hafi skilning á uppgjöri og geti sett fram einfaldan efnahags- og rekstrareikning. Nemendum er veitt innsýn í notkun flestra reikninga sem telja má til grunnreikninga í fjárhagsbókhaldi. Nemendum er gerð grein fyrir tilgangi bókhalds og kynnt helstu lög um bókhald og virðisaukaskatt. Áfanginn er að mestu unnin í Excel. Eftir þetta námskeið eiga nemendur að vera færir um að sjá um eigið bókhald og bókhald lítilla félaga.

 

Forkröfur: Engar

 

Markmið:

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á: 

  • Grunnhugtök bókfærslu
  • Debet og kredit
  • Eignum og skuldum
  • Gjöldum og tekjum
  • Virðisaukaskatti og tilgangi hans
  • Helstu lögum um bókhald
  • Þeim lögum sem í gildi eru um toll og virðisaukaskatt
  • Einföldum efnahags- og rekstrarreikning 

 

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að: 

  • Færa einfaldar og flóknar dagbókafærslur 
  • Stilla upp prófjöfnuði 
  • Færa niðurstöður dagbókar í aðalbók 
  • Setja upp efnahags- og rekstrarreikning 
  • Reikna út hagnað og tap 
  • Gera upp virðisaukaskatt 
  • Færa færslur vegna innflutnings


Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að: 

  • Geta sett upp einfalt bókhald sem er metið með verkefnum og prófum 
  • Geta gert upp lítið félag/fyrirtæki, fært bókhald og sett upp efnahags- og rekstrarreikning
  • Geta skráð niður lausnir sínar skipulega og útskýra þær skilmerkilega fyrir öðrum
  • Geta móttekið og túlkað útskýringar og röksemdir annarra í mæltu máli og í texta
  • Geta leyst bókhaldsleg viðfangsefni í daglegu lífi með því að beita gagnrýninni og skapandi hugsun