Sérnámsbraut (starfsbraut)

Lýsing: Starfsbraut er ætluð nemendum sem hafa notið verulegrar sérkennslu í grunnskóla, verið í sérdeild og/eða verið kennt skv. einstaklingsnámskrá í grunnskóla. Nám á starfsbraut er fjögur ár og er á 1. þrepi. Námið er bæði bóklegt og verklegt og miðast við stöðu hvers og eins. Nemendur geta tekið áfanga af öðrum námsbrautum innan starfsbrautar eða utan allt eftir getu hvers og eins. Markmið brautarinnar er að auka sjálfstæði, ábyrgð og frumkvæði nemenda og að veita þeim tækifæri til þess að takast á við verkefni í samræmi við eigin færni og hæfileika. Ennfremur að undirbúa nemendur fyrir þátttöku í atvinnulífinu og/eða áframhaldandi nám. Mikil áhersla er lögð á sköpun, lýðheilsu og forvarnir ásamt því að veita nemendum tækifæri til að nýta sér þá möguleika sem felast í tækninýjungum. Nemendur brautarinnar eru hluti af skólasamfélaginu og fylgja þeim áherslum sem eru ríkjandi hverju sinni í skólastarfinu.

Námsframvinda: Námið á brautinni er 240 einingar. Námstími er 4 ár.