Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur skipað skólanefnd við Menntaskólann á Ísafirði. Skipunin gildir til fjögurra ára frá 5. apríl 2018 að telja. Nefndina skipa:

Aðalmenn:

Inga María Guðmundsdóttir

Karl Kristján Ásgeirsson

Kristján Óskar Ásvaldsson

Sigríður Hulda Guðbjörnsdóttir

Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir

Varamenn:

Jóna Guðmunda Hreinsdóttir

Lilja Sigurðardóttir

Marzellíus Sveinbjörnsson

Steinn Ingi Kjartansson

Örn Elías Guðmundsson

 

Áheyrnarfulltrúar:

Fulltrúi kennara - Ragnheiður Fossdal

Fulltrúi nemenda - Júlíana Lind Jóhannsdóttir formaður NMÍ

Fulltrúi foreldrafélags - Margrét Björk Brynhildardóttir

Framkvæmdastjóri skólanefndar er Jón Reynir Siguvinsson skólameistari.

Verksvið skólanefndar fer eftir lögum um framhaldsskóla nr. 92 frá 2008 sem er eftirfarandi:

 

 • 5. gr. Skólanefndir.
 • Ráðherra skipar skólanefnd við framhaldsskóla til fjögurra ára í senn. Í skólanefnd skulu sitja fimm einstaklingar. Tveir eru skipaðir samkvæmt tilnefningum sveitarstjórna og þrír án tilnefningar.  Varamenn skulu skipaðir með sama hætti. Nefndin kýs sér formann til eins árs í senn. Áheyrnarfulltrúar eru þrír með málfrelsi og tillögurétt, einn tilnenfdur af kennarafundi, einn af nemendafélagi skólans og einn af foreldraráði, til eins árs í senn. Skólameistari situr fundi skólanefndar með málfrelsis og tillögurétt. Hann er framkvæmdastjóri nefndarinnar.
 • Hlutverk skólanefndar er að:
  1. marka áherslur í starfi skólans og stuðla að sem bestri þjónustu við íbúa á starfssvæði skólans og tengslum hans við atvinnu-, félags- og menningarlíf,
  2. vera skólameistara til samráðs um námsframboð skóla,
  3. staðfesta skólanámskrá að fenginni umsögn almenns skólafundar og fylgjast með framkvæmd hennar,
  4. veita skólameistara umsögn um árlega starfs- og fjárhagsáætlun í samræmi við niðurstöður fjárlaga og fylgjast með framkvæmd hennar,
  5. vera skólameistara til samráðs um fjárhæð þeirra gjalda sem skólameistari ákveður skv. 45. gr.,
  6. vera skólameistara til samráðs um samninga sem skólinn gerir,
  7. vera skólameistara til samráðs um starfsmannamál,
  8. veita ráðherra umsögn um umsækjendur um stöðu skólameistara.

 

(af vef Alþingis 31. janúar 2018, flettið upp á vef til að tryggja nýjustu útgáfu laganna).