Heimavist MÍ

Heimavist Menntaskólans á Ísafirði er áföst bóknámshúsinu og í sömu byggingu er jafnframt mötuneyti skólans. Á heimavistinni eru 33 einstaklingsherbergi með sturtu og snyrtingu, þar af nokkur sem geta verið tveggja manna. Vistarbúum er skylt að vera í mötuneyti skólans og fara eftir gildandi heimavistarreglum. Allir starfsmenn og nemendur skólans eiga þess kost að borða í mötuneytinu í hádeginu og er það mjög vel nýtt.

 

Heimavistarreglur MÍ 

 

Dormitory rules for MÍ 

 

Gjaldskrá mötuneytis og heimavistar:

Mötuneyti:

  • Mötuneytisgjald er 40.000 kr. á mánuði fyrir morgunverð og 5 heitar máltíðir á virkum dögum í hádegi og á kvöldin.
  • Matarkort fyrir aðra nemendur en vistarbúa kosta á haustönn 2022:
    • Annarkort kr. 75.400
    • Ekki er matur  28.09., 17.10., 18.10 og 10.11.
    • Hægt er að skipta greiðslu í fjóra hluta.
    • Tíu máltíða kort kr. 10.000
    • Stök máltíð kr. 1.200

Heimavist:

  • Húsaleiga á heimavist fer eftir stærð og gæðum herbergja og er á bilinu 37.000-46.000 kr.
  • Gerður er húsaleigusamningur við heimavistarbúa og heimavistarbúar geta sótt um húsaleigubætur til lækkunar á húsnæðiskostnaði.
  • Þráðlaust net er um alla vistina.