Bókasafn MÍ

Bókasafnið er opið:

Mánudaga - fimmtudaga kl. 8-16
Föstudaga kl. 8-15


Starfsmaður bókasafns
er Pernilla Rein pernilla@misa.is 


Aðstaða og þjónusta

Bókasafnið er staðsett á 2. hæð í bóknámshúsi MÍ. Lesaðstaða er á svölum safnsins fyrir 22 manns auk aðstöðu á safnasvæði.

Nemendur hafa aðgang að fjórum nettengdum tölvum auk prentara og skanna.

Bókavörður aðstoðar nemendur og kennara við heimildaleit í gögnum safnsins auk þess sem hægt er að fá aðstoð við að leita í gagnasöfnum, svo sem leitir.is. 

Nýnemar fá kynningu á starfsemi og þjónustu safnsins og kennslu í heimildarleit í upphafi fyrstu annar. 

Bækur eru almennt lánaðar út í tvær vikur. Hluti safnkostsins, svo sem orðabækur og handbækur er til afnota í safninu og ekki lánaður út. 

 

Hlutverk

Bókasafn Menntaskólans á Ísafirði er skólabókasafn og er ætlað að vera upplýsingamiðstöð fyrir nemendur og kennara vegna náms og kennslu. Það er búið bókum og nýsigögnum auk annars safnkosts sem tengist kennslugreinum skólans og veitir þannig aðgang að upplýsingum og heimildum vegna náms og kennslu og annarri þeirri starfsemi sem fram fer innan skólans. 

 
Heimildaleit og gagnlegar vefsíður

  • Leitir.is veitir upplýsingar um bækur, hljóðbækur, rafbækur, tímarit og tímaritsgreinar, ljósmyndir og annað myndefni, hljóðrit, nótur, lokaverkefni háskólanema og margt fleira. Hluti gagnanna er í rafrænum aðgangi. 

Nemendum skólans býðst að nota orðabókavefinn snara.is sér að kostnaðarlausu á staðarneti skólans.

Hvernig nota ég Snöru heima? Nemendur Menntaskólans geta keypt ársaðgang að Snöru heimavið á 990 kr. 

Leiðbeiningar er að finna HÉR