Kynjafræði

Áfangalýsing:

Í áfanganum er farið dýpra ofan í kynjafræði út frá ólíkum þemum sem snerta reynsluheim nemenda. Samfélagið, menningin og sagan er skoðuð í ljósi mismunandi kenninga og lögð er áhersla á ígrundun og umræðu í lærdómsferlinu. Farið er lítillega yfir vítt svið kynjafræðinnar, þróun hennar og hvernig hún kallast á við réttindabaráttu jaðarhópa í samfélaginu. Áhersla er lögð á að nemendur öðlist dýpri skilning á hugtökum sem kynnt eru í inngangsáfanga í kynjafræði og fái svigrúm til að skoða þau í öruggu rými kennslustofunnar með lestri einfaldra fræðitexta, ígrundun og umræðu. Meginmarkmið áfangans er að nemendur öðlist dýpri skilning á hugtökum, æfi sig í lestri einfaldra fræðitexta og umræðu. Bæði að öðlast skilning, að kynna efni í hópi nemenda og að hlusta á ólík sjónarmið.

 

Forkröfur: JAFN1JK05 og FÉLA2KS05

 

Markmið:

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • kynjafræði sem fræðigrein, tilurð og þróun.
  • hvernig kynjafræði kallast á við réttindabaráttu kvenna og annarra hópa samfélagsins.
  • ólíkum kenningum innan kynjafræði.
  • hugtökum innan kynjafræði.

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • beita félagsfræðikenningum til að skoða samfélagsleg málefni.
  • beita félagsfræðilegu innsæi.
  • fjalla um og bera saman kenningar.
  • útskýra áhrif kenninga á samfélagsleg viðfangsefni.

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • tjá sig skipulega og gagnrýnið um einstaka efnisþætti.
  • geta tekið þátt í umræðum um samfélagsleg málefni og myndað sér skoðanir sem byggjast á gagnrýnni hugsun.
  • afla sér upplýsinga, greina helstu atriði þeirra og hagnýta sér þær.
  • geta framkvæmt einfalda rannsókn og áttað sig á helstu niðurstöðum.
  • geta beitt öguðum vinnubrögðum, tekið ábyrgð á náminu og unnið í samvinnu við aðra.
  • geta hagnýtt netið til að afla sér þekkingar um félagsfræðileg viðfangsefni.

  

Áfangakeðja í félagsgreinum