FRAN1AG05

Franska - grunnáfangi

Áfangalýsing:

FRAN1AG05 er frönskuáfangi fyrir byrjendur. Markmið með áfanganum er að gefa góða undirstöðu til notkunar og þekkingar á frönsku sem tungumáli og frönskumælandi menningu og samfélögum. Kennslan á að stuðla að almennri tungumálameðvitund hjá nemendum um hvernig maður lærir tungumál í formlegri kennslu og utan hennar. Mikil áhersla er lögð á að nemendur þjálfist í réttum framburði og er þeim þætti sinnt bæði með hlustun og talæfingum. 

 

Forkröfur: Engar

 

Markmið:

Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:  

  • þeim orðaforða sem nauðsynlegur er til að ná leikni- og hæfnimarkmiðum þrepsins.
  • helstu grundvallarþáttum fransks málkerfis: tónfalli, framburði og málfræði.
  • einföldum samskiptum og tjáningu í mæltu og rituðu máli.
  • ýmsum sviðum franska tungumálsins, samfélagi og hversdagslífi.
  • að nýta sér endurgjöf.

Nemandi skal hafa öðlast leikni i að:  

  • heyra og skilja ákveðin atriði, eins og t.d. tölur, í franskri samræðu á hægum hraða.
  • geta notað aðferðir til að styðja samskipti og leysa vandamál á frönsku þegar tungumálakunnáttan er ekki nægileg.
  • geta spurt og svarað spurningum um þekkta atburði í nútíð.
  • ræða við aðra á frönsku í daglegu lífi.
  • geta skilið ritað mál og svarað einföldum spurningum úr textum.

 Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:  

  • þróa með sér sjálfstæð vinnubrögð, jákvæðni og trú á eigin getu í frönsku.
  • takast á við nokkrar algengar aðstæður í almennum og daglegum samskiptum á frönsku.
  • fylgjast með og geta endursagt aðalatriði í frásögnum og ná aðalatriðum úr fjölmiðlum og myndum ef efnið er mjög kunnuglegt.
  • leggja mat á eigin frammistöðu í verkefnavinnu.

 

Áfangakeðjur í tungumálum