HÖNN1BL05

Hönnun og blönduð tækni

Áfangalýsing:

Í áfanganum verður kennd markviss hugmyndavinna. Nemendur halda dagbók og vinna markvissa skissuvinnu og safna hugmyndum sínum í hugmyndabanka. Nemendur að temja sér aðferðir við að skynja umhverfi sitt og nýta það til listsköpunar, eins og með endurnýtanleg efni. Nemendur fá að spreyta sig á ólíkri tækni, aðferðum og efnum innan hönnunar. Verkefnin eru undir leiðsögn kennara og nemendur hanna hluti úr mismunandi efnum með tilliti til efnis, litavals og útlits.Nemendur þjálfaðir í að vinna sjálfstætt og þjálfist í gagnrýnni hugsun gagnvart eigin verkum og annarra. Lögð er áhersla á skapandi, vönduð og sjálfstæð vinnubrögð.

 

Forkröfur: Engar

 

Markmið:

Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:  

  • formum, línum og hreyfingu innan listsköpunar.
  • gildi lita og notkun þeirra í umhverfi okkar.
  • viðfangsefnum sem lúta að samspili umhverfis, ólíkra efna og aðferða.
  • ferli frá hugmynd að fullunnu verki.
  • sjálfbærni og að geta fundið efnivið í sínu nánasta umhverfi.
  • mikilvægi þess að sýna öguð og vönduð vinnubrögð í handverki.
  • umhverfismennt og endurnýtingu efna.

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • nota hugmyndabók og að skrá hugmyndir.
  • beita sjálfstæðum vinnubrögðum og að sýna vandvirkni í verkefnavinnu.
  • skipuleggja eigið vinnuferli og gera uppdrætti/skissur að verkefni.
  • vinna með endurnýtanleg efni í listsköpun og hönnun.

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • nýta hæfni sína í listræna vinnu og sköpun.
  • sýna frumkvæði í verkefnavinnu og verkefnavali.
  • beita gagnrýnni og skapandi hugsun og sýna áræðni og frumleika við lausnir vinnu sinnar.
  • geta unnið á persónulegan hátt með eigin hugmyndir og útfært þær eftir sinni eigin tilfinningu í fallegan nytjahlut, skreyti eða skúlptúr.
  • vinna með efni úr nánasta umhverfi.
  • þroska færni sína og skilning á list og/ eða hönnun.
  • geta opnað augun fyrir hinum hversdagslegu hlutum í umhverfinu og nýtt þá í listsköpun.
  • vera sjálfbær og tileinka sér endurnýtanleg efni í listsköpun.

Áfangakeðjur í lista- og nýsköpunargreinum