Áfangalýsing:
Í þessum áfanga fyrir nemendur á náttúruvísindabraut er farið í grunnatriði líf- og lífeðlisfræði. Kynntir eru greinar líffræðinnar og grunnkenningar ásamt tengsl við aðrar fræðigreinar. Aðferðum vísindanna við öflun þekkingar er lýst. Flokkun lífheimsins og fjölbreytileiki lífvera er skýrður með dæmum. Rifjaðir eru upp helstu flokkar lífrænna efna ásamt byggingu og starfsemi fruma. Byggingu og starfsemi helstu vefja dýra og plantna er lýst ásamt líffærum og líffærakerfum mannsins. Einstök líffærakerfi eru borin saman milli mismunandi lífvera. Fjallað er um næringarnám frumbjarga og ófrumbjarga lífvera. Með áherslu á spendýr er gerð grein fyrir meltingu, öndun, efnaflutning, úrgangslosun, ónæmissvörun, boðflutning, stjórnstöðvum í heila, hreyfingu, stjórn efnaskipta, skynjun, æxlun og fósturþroska. Skipulag erfðaefnisins, grundvallaratriði erfða, arfgengi eingena- og fjölgenaeiginleika ásamt dæmum um notkun erfðatæknilegra aðferða eru einnig viðfangsefni áfangans.
Forkröfur: NÁTV1IN05
Markmið:
Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:
- sérkennum líffræðinnar sem fræðigreinar og tengslum hennar við aðrar greinar.
- helstu grunnkenningum líffræðinnar.
- flokkum lífrænna efna og starfsemi þeirra.
- byggingu og starfsemi ýmissa frumugerða.
- byggingu og starfsemi vefja í dýrum og plöntum.
- skipulag og starfsemi helstu líffæra og líffærakerfa mannsins.
- hvað gerist við næringarnám frumbjarga og ófrumbjarga lífvera.
- starfsemi meltingar, öndunar, efnaflutnings, úrgangslosun, ónæmissvörun, boðflutningi, skipulagi og virkni. stjórnstöðva í heila, hreyfingu, stjórn efnaskipta, skynjun, æxlun og fósturþroska spendýra.
- skipulagi erfðaefnis, hvað felst í erfðum ásamt dæmum um arfgenga eiginleika.
Nemandi skal hafa öðlast leikni i að:
- gera greinarmun á helstu undirgreinum líffræðinnar.
- skoða lífverur í náttúrunni, í smásjá og á vefmiðlum.
- lesa líffræðilegar upplýsingar í máli og myndum.
- útskýra flokka lífrænna efna og helstu hlutverk þeirra.
- greina mismunandi hluta fruma og starfsemi þeirra.
- greina vefi dýra og plantna og helstu einkenni þeirra.
- þekkja öll helstu líffæri og hvernig þau vinna saman í líffærakerfum.
- útskýra mun á næringarnámi frumbjarga og ófrumbjarga lífvera.
- útskýra feril og virkni meltingar, öndunar, efnaflutnings, úrgangslosunar, ónæmissvörunar, boðflutnings, virkni stjórnstöðva í heila, hreyfinga, stjórnunar efnaskipta, skynjunar, æxlunar og fósturþroska spendýra.
- þekkja algengustu erfðamunstur og geta útskýrt þau.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- auka skilning sinn og annarra á fyrirbærum náttúruvísinda.
- leggja mat á upplýsingar sem tengjast líffræðilegum viðfangsefnum í samfélaginu á gagnrýninn hátt.
- taka ábyrgð á eigin lífi, heilsu og vellíðan með þekkingu sinni á líf- og lífeðlisfræðilegum þáttum.
- tengja grunnþekkingu í líf- og lífeðlisfræði við samfélagsleg gildi og umhverfi til sjálfbærni.
- afla sér frekari þekkingar á líffræðilegum viðfangsefnum.