Áfangalýsing:
Í áfanganum verður fjallað um náttúruvísindi í víðu samhengi, efnafræði, líffræði, jarðfræði og eðlisfræði og hvernig þessar greinar tengjast. Í áfanganum verður fjallað um vísindalega aðferðafræði og grunnhugtök hennar: Tilraun/könnun, breyta, tilgáta, kenning og lögmál. Nemendur eru þjálfaðir í meðferð á tölulegum gögnum, vinnu með mismunandi mælieiningar ásamt réttri notkun heimilda samkvæmt APA kerfinu í verkefnavinnu áfangans. Fjallað er um orkuhugtakið, orkuauðlindir og mögulega nýtingu endurnýjanlegra orkuauðlinda í heimabyggð. Aðrir mikilvægir námsþættir varða þekkingu á vistkerfum jarðar, líf- og lífeðlisfræði dýra og plantna, hringrás efna og sjálfbærni til hagnýtingar í nútíma samfélagi.
Forkröfur: Engar
Markmið:
Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:
-
Mismunandi tegundum heimilda
-
Mælingum í náttúruvísindum og stöðluðum mælieiningum
-
Framsetningu þekkingar í formi skýrslu
-
Helstu greinum náttúruvísinda
-
Lífheiminum og samspili lífvera við umhverfi sitt
-
Sjálfbærni
-
Helstu orkulindum Jarðarbúa og orkunotkun
-
Mikilvægi vatns fyrir lífið á Jörðinni
-
Uppbyggingu efna og grunnþátta í efnafræði
-
Innrænum og útrænum öflum Jarðar
Nemandi skal hafa öðlast leikni i að:
-
Ræða og kynna efni áfangans
-
Framsetningu þekkingar í formi skýrslu
-
Nota viðeigandi heimildir á heiðvirðan hátt
-
Nota og skilja SI-einingar á réttan hátt í útreikningum og framsetningu gagna
-
Lýsa einkennum lífvera og umhverfisþátta
-
Útskýra uppruna og hringrás orku á Jörðinni
-
Útskýra sjálfbærni, loftslagsbreytingar, gróðurhúsaáhrif og mengun
-
Útskýra mikilvægi vatns og áhrif þess á lífverur
-
Útskýra byggingu efna (frá frumeindum til efnasambanda)
-
Lýsa áhrifum innrænna og útrænna afla á jarðskorpuna
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
-
taka þátt í umræðu um efni áfangans á ábyrgan og sjálfstæðan hátt
-
geta tekið rökstudda og gagnrýna afstöðu til málefna sem fjallað er í áfanganum
-
átta sig á mikilvægi þess að hafa nokkra yfirsýn yfir megin viðföng helstu raungreina til skilnings á ýmsum umhverfis- og heilsufarslegum álitamálum
-
draga ályktanir af rannsóknarniðurstöðum og rökstyðja þær út frá viðurkenndum heimildum
-
stuðla að sjálfbærni í samfélaginu, í starfi og í leik
-
afla sér víðtækari þekkingar á sviði náttúruvísinda