Áfangalýsing:
Farið er í gegnum ferlið frá hugmynd að áþreifanlegri frumgerð. Kennt er á tvívíð og þrívíð teikniforrit sem henta fyrir frumgerðasmíð og framleiðslu. Verkefni eru síðan framkvæmd í tölvustýrðum vélum og fleiri möguleikar smiðjunnar kynntir.
Forköfur: Engar
Markmið:
Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:
- Fab Lab smiðju.
- stafrænni framleiðslutækni.
- tvívíddar og þrívíddarhönnun, teikningum.
- Hugbúnaði fyrir tvívíða og þrívíða hönnun.
- skrásetningu með heimasíðu.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- nota teikniforrit.
- útbúa rafræn skjöl fyrir vélar í Fab Lab.
- nota laserskurðartæki.
- nota þrívíddarprentara.
- nota fræsivél.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- geta komið hugmynd sinni á það form að mögulegt sé að framleiða hana: gera teikningar og ákvarða efnisval og framleiðsluaðferð.
- greina orsakir galla sem fram koma í framkvæmd og mæla fyrir um aðgerðir til úrbóta.
- geti unnið og framleitt verkefni í laserskera, tölvustýrðum fræs og þrívíddarprentara.