SAGA3GA05

Galdrar í sögulegu samhengi

Áfangalýsing:

Markmiðið er að skoða hugmyndir um galdur og galdra fá upphafi tímans og fram til nútímans. Hugtakið galdur verður krufið, hvernig hann birtist á ólíkum tímum í ólíkum samfélögum. Galdrar verður skoðaðir m.a. út frá trúarhugmyndum, þjóðtrú, lækningum, hversdagslífi og afþreyingu. Galdraofsóknir fyrri tíma verða skoðaðar, ástæður þeirra og rýnt í mögulegar skýringar. Ýmis viðhorf til galdra í nútímanum verða könnuð og hvernig hugmyndin um galdra hefur breyst, þ.e. frá því að galdrar voru álitnir hættulegt og eyðandi fyrirbæri yfir í að verða hluti af afþreyingar- og skemmtanaiðnaði dagsins í dag. Rannsóknir í mannfræði, sagnfræði, þjóðfræði og félagsfræði verða lagðar til grundvallar. Einnig bókmenntir, sjónvarpsþættir og kvikmyndir.

  

Forkröfur: SAGA2MÍ05

 

Markmið:

Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:  

  • menningarþættinum/hugtakinu galdri og hlutverki hans í mismunandi samfélögum.
  • ólíkum skilgreiningum á galdri.
  • mismunandi viðhorfum til galdra á ólíkum tímum.
  • mismunandi nálgun fræðigreina á galdur.
  • þætti galdra í afþreyingu og poppmenningu nútímans.

 Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:  

  • greina helstu einkenni galdra og hvernig þeir endurspegla viðhorf og átrúnað í samfélögum.
  • meta ólík viðhorf á ólíkum tímum þegar kemur að göldrum.
  • nýta sér texta og rannsóknir ýmissa fræðigreina til að afla sér upplýsinga um galdra í
    samfélögum.
  • vinna sjálfstætt og á gagnrýninn hátt.

 Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að: 

  • mynda sér skoðanir á viðfangsefninu og geti rökstutt þær.
  • beita gagnrýnni hugsun og greina orsakasamhengi atburða.
  • setja sjálfan sig í samhengi við söguna sem þátttakandi og skoðandi.

 

Áfangakeðja í sögu