Áfangalýsing:
Í áfanganum verður áhersla lögð á tengsl menningar og samfélagsgerða. Skoðuð verða forn menningarsamfélögum, áhrif kristni og gyðingdóms á evrópska menningu í fortíð og nútíð og sjónum beint að þjóðfélagsbreytingum sem endurspeglast í menningu og listum. Nokkur tímabil og menningarsvæði verða skoðuð sérstaklega og þau valin í samráði við nemendur.
Dæmi um tímaskeið eru forn-egypsk menning, rómversk menning, miðaldir í Evrópu, endurreisnin í Evrópu, barokktíminn í Evrópu, 19.öldin, stríðsáramenning, rokktímabilið, blómatíminn og japönsk menning.
Forkröfur: SAGA2MÍ05
Markmið:
Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:
- aðgreiningu menningarhugtaksins í hlutlæga og huglæga menningu.
- aðgreiningu í leifar og frásagnir.
- helstu forsendum borgarmenningar.
- ólíkum sviðum menningar og tengsl þeirra við upphaf sitt.
- framlagi ólíkra menningarheilda til nútímamenningar.
Nemandi skal hafa öðlast leikni i að:
- leggja gagnrýnið mat á menningarhugtakið hvað varðar svokallaða lág- og hámenningu.
- leita heimilda varðandi ólíkar menningarheildir.
- meta fjarlæg og nálæg samfélög með menningarlegum samanburði.
- afla upplýsinga, greina þær og setja í fræðilegt samhengi.
- meta menningarframlag ólíkra menningarsvæða til skilnings á nútímasamfélagi.
- nýta fræðilegan texta á íslensku og erlendu tungumáli.
- miðla skýrt og skilmerkilega fræðilegu efni í ræðu og riti.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- bera saman ólíkar menningarheildir.
- yfirfæra þekkingu sína á einu sviði yfir á annað.
- meta menningarframlag ólíkra menningarsvæða á hlutlægan hátt.
- geta ályktað út frá einu sviði menningar yfir á annað án þess að fá bein fyrirmæli um hvernig það skuli gert.