SÁLF3ÞR05

Þroskasálfræði

Áfangalýsing:

Teknar verða fyrir helstu kenningar, viðfangsefni og rannsóknaraðferðir þroskasálfræðinnar. Nemendur læra um þroska mannsins frá frjóvgun og fram á fullorðinsár, einkum líkamsþroska, vitsmunaþroska, persónuleikaþroska og tilfinningaþroska. Byggt er á því sem nemendur hafa áður lært um sögu og sjónarmið sálfræðinnar, rannsóknaraðferðir og nám. Rætt verður um helstu álitamál þroskasálfræðinnar, svo sem erfðir og umhverfi, og stigskiptan og samfelldan þroska. Skoðuð verða mótunaráhrif fjölskyldunnar, auk frávikshegðunar og ýmsan vanda barna og unglinga. Nemendur fá þjálfun í að lesa rannsóknarskýrslu í þroskasálfræði.

 

Forkröfur: SÁLF2IS05

 

Markmið: 

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • þroska mannsins frá frjóvgun og fram á fullorðinsár.
  • helstu hugtökum, viðfangsefnum, rannsóknaraðferðum og álitamálum þroskasálfræðinnar.
  • þeim sjónarmiðum sem mest hafa haft áhrif á framvindu þroskasálfræðinnar.
  • mikilvægi líkamlegrar og andlegrar umönnunar og örvunar fyrir þroska barnsins.
  • mikilvægi fjölskyldunnar sem mótunarafls fyrir einstaklinginn.
  • ýmsum vandamálum sökum uppeldisaðstæðna, sjúkdóma eða fötlunar.

 Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • tengja viðfangsefni þroskasálfræði við sögu sálfræðinnar og mismunandi sjónarmið hennar.
  • leita upplýsinga um efni tengt þroskasálfræði á fjölbreyttan hátt.
  • nýta fræðilegan texta í þroskasálfræði á íslensku og erlendu tungumáli.
  • skipuleggja og framkvæma einfalda rannsókn í þroskasálfræði og gera grein fyrir niðurstöðum í skýrslu.
  • miðla efni um þroskasálfræði á skýran hátt í ræðu og riti og bregðast við uppbyggilegri gagnrýni.

 Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • leggja mat á mismunandi hugmyndir um þroska og mótun mannsins.
  • miðla skoðunum sínum um þroska og mótun mannsins í samræðu og rökræðum.
  • nota hugmyndir þroskasálfræðinnar í samskiptum við börn og í uppeldi þeirra.
  • vinna úr rannsóknargögnum úr þroskasálfræði og leggja mat á þau.

 

Áfangakeðja í félagsgreinum