ÞÝSK1AG05

Þýska - grunnáfangi

Áfangalýsing:

Markmið kennslunnar er að nemendur geti skilið einfalt rit- og talmál, geti tjáð sig skriflega og munnlega í tengslum við kennsluefnið, þekki grundvallaratriði þýskrar málfræði og byggi upp orðaforða. Upplýsingar um menningu, landafræði og sögu þýskumælandi landa eru líka hluti af kennslunni.

 

Forkröfur: Engar

 

Markmið:

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • grunnorðaforða til að nota þýsku í samræmi við kennsluefnið.
  • reglum um framburð í þýsku.
  • þýskri réttritun.
  • grunnatriðum í málfræði.

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • skilja talað mál tengt kennsluefni þegar talað er hægt og skýrt.
  • geta tjáð sig á einfaldan hátt.
  • bera þýsku rétt fram.
  • nota þýskar málfræðireglur bæði í ritun og töluðu máli í samræmi við kennsluefnið.
  • nota kennslugögn sjálfstætt til að vinna verkefni og finna svör.

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • eiga einföld samskipti sem ferðamaður í þýskumælandi löndum eða við þýskumælandi ferðamenn á Íslandi.
  • skilja einfalda þýska texta.
  • skrifa stutta þýska texta. 

 

Áfangakeðjur í tungumálum