UPPE2UM05

Inngangur að uppeldisfræði

Áfangalýsing:

Í áfanganum er uppeldi skoðað frá ýmsum sjónarhornum. Fjallað er um foreldrahlutverkið og reynslu fólks af því. Kynntar eru aðferðir atferlisstefnunnar við uppeldi og agastjórnun. Nemendur kynnast helstu námskenningum og kenningum í uppeldis- og kennslufræði. Fjallað er um menntakerfið, hlutverk þess og mismunandi skólastig. Unnið er með námskrár. Fjallað er um íþrótta- og tómstundamál. Leitast er við að tengja námsefni og verkefni við líf nemenda.

 

Forkröfur: FÉLV1IF05

 

Markmið:

 

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • foreldrahlutverkinu.
  • aðferðum atferlisstefnunnar við uppeldi og agastjórnun.
  • helstu námskenningum og kenningum í uppeldis- og kennslufræði.
  • hlutverkum menntakerfis og mismunandi skólastiga.
  • íþrótta- og tómstundamálum á Íslandi.

 

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • útbúa undirbúnings- og kostnaðaráætlun í tengslum við komu barns í heiminn.
  • skipuleggja leikskólastarf og tómstundastarf.
  • mynda sér skoðun á skipulagi skólastarfs, og geta kynnt þá skoðun í ræðu og riti.
  • vinna úr fræðilegum texta um uppeldismál bæði á íslensku og ensku.

 

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • taka ígrundaða afstöðu til námskenninga og kenninga í uppeldis- og kennslufræði og vinna eftir þeirri hugmyndafræði sem honum finnst sannfærandi.
  • geta tekið þátt í málefnalegri umræðu um uppeldismál og rökstutt sína afstöðu.
  • taka þátt í skipulagi tómstundastarfs.
  • vinna störf sem tengjast uppeldi og menntun.

 

Áfangakeðja í félagsgreinum