Fjarmenntaskólinn
Fjarmenntaskólinn er samstarfsvettvangur tólf framhaldsskóla á landsbyggðinni. Markmið samstarfsins er að auka framboð náms á framhaldsskólastigi á starfssvæði skólanna og á landinu öllu. Einkum er horft til þess að auka framboð á sérgreinum starfsnámsbrauta. Hver skóli býður einnig upp á fjarnám í almennum bóklegum greinum. Upplýsingar um það er best að nálgast hjá hverjum skóla.Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um Fjarmenntaskólann hér.